5.2.2007 | 12:27
stolt mamma/amma
Um helgina var smá ömmuog afa tími en Hanna og helgi skruppu aðeins út úr bænum og ætluðu að vera í sólarhring í burtu, þá fórum við með prinsessuna í heimsókn til ömmu löngu afa langa, það vakti voða lukku og voru þau gömlu að ég held bara glöð að fá okkur í heimsókn Prinsessan var nú samt ekki ánægð með að mamma væri ekki til staðar til að koma henni í svefn og þurfti amman(ég) að rugga henni í svefn og hafðist það á endanum
Annars hafa þetta verið rólegir dagar, einkasonurinn er ennþá fyrir vestan og líkar bara betur og betur eftir því sem tíminn líður og er ennþá jafn jákvæður sem mér finnst bara alveg frábært og í rauninni eiginlega ótrúlegt á miðað við hvað hann hefur alltaf verið á móti þessu batteríi. en það sem gerir gæfumuninn held ég er að hann fór inn með opnum huga og tilbúinn til að fræðast um þetta allt saman. Þegar að ég talaði við hann í síðustu viku var hann ekkert rosalega jákvæður á að hann myndi endast þarna alveg í 28 daga en svo núna um helgina sagðist hann ætla að klára þetta enda væri hann búinn að sjá það að þarna ætti hann vel heima,,og hann vildi líka "útskrifast",, ekki fara út með "skömm". Ég er alveg ótrúlega stolt af stráknum mínum núna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 20:37
búin að græja fríið


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 23:53
spennan búin
úff þá er leikurinn búinn,, þvílík spenna. þeir stóðu sig nú rosalega vel strákarnir, héldu allavega okkur hérna heima í þvílíkri spennu í rúmann klukkutíma,, með tilheyrandi öskrum og látum,,,hefði nú ekki komið mér á óvart að fá kvörtun frá nágrönnum vegna láta hahahaha.
en hér er allt búið að vera í rólegheitunum og einkasonurinn búinn að vera hema síðan á laugardag en fór svo vestur í morgun, er að vísu ekki búin að heyra í honum en hringdum í ráðgjafann áðan til að fá bara að vita að strákurinn hafi komist heilu á höldnu.
ég er búin að skrá 5 ketti á sýninguna sem verður nú vonandi núna aðra helgina í mars en það eru bara 22 kettir skráðir þannig að skráning gengur ekkert rosalega vel. maður er nú að halda í vonina að það komist skriður á þetta um mánaðarmótin,, svona þegar að fólk er búið að fá útborgað og svona. en ég fer nú með eina kisuna enn en hún verður víst skráð inn sem got og þá með sínum ræktanda hahaha já hún er alveg ný sú og kemur til með að flytja til okkar sennilega í næstu viku, það er nú svona smá spenna yfir því öllu saman.
jæja ég ætla að fara að gefa litlu kisukrúttunum pela og fara að sofa :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 09:32
krútt
var að gefa hérna í gærkvöldi og tók nokkrar myndir,,,, ákvað að skella inn hérna því þau eru svo mikið krútt, nýbúin að borða og skítug eftir því hahaha þau eru svo miklir klaufar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 14:54
mogginn 25 november 1990
Ég var að skoða inn á Tímarit .is og var að skoða gömul mogga blöð þegar að ég sá þessa frétt síðan 25 nov 1990.
Eitthvað hafa þeir hjá mogganum ekki skoðað hlutina almennilega. Nema að presturinn sem skírði hann föður minn hafi ekki fært inn í kirkjubækurnar á sínum tíma, en eitt veit ég þó að pabbi var skráður í þjóðskrá þegar að þessi frétt kom í mogganum. Hann var skírður eftir því sem mér skilst 1953 eða 1954. Ég lét svo skíra minn strák í höfuðið á pabba árið 1989 þannig að hann er þó einn af þessum 3 sem talað er um þarna :)
En talandi um Gabríel þá kom hann heim þessi elska í gær og var bara í nokkuð góðu jafnvægi og rosalega jákvæður, hlakkar bara til að halda áfram með prógrammið á þriðjudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2007 | 08:45
Handboltinn
Isss við vinnum ekki Túnis sagði ég og fór bara aftur að vafra á netinu, en viti menn í hálfleik lagði ég frá mér tölvuna og fór að fylgjast með, enda kanski svo sem ekki mikið spennandi fyrir okkar menn í þeim fyrri. Nú er ég fegin að hafa ekki komið með einhverja yfirlýsingu um að éta húfuna mína(ef ég ætti einhverja) ef "strákarnir okkar myndu tapa þessum leik. Að vinna hann með 6 marka mun var náttúrulega langt frá því sem mig grunaði. Svo er það bara Pólland í dag,,við mæðgur bíðum spenntar eftir þeim leik líka þó að við höfum ekkert vit á handbolta þá höfum við gaman af svona stórmótum eins og margur Íslendingurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 00:31
símtal frá syninum
"Mamma ég finn það núna hvað ég þarf á lyfjunum mínum að halda" var eitt af því fyrsta sem sonurinn tikynnti mér þegar að ég loksins heyrði í honum í kvöld. Jahá það var og.... loksins þegar að engin neysla er í gangi þá finnur hann það. það segir mér heilmikið um það hvað neyslan er í rauninni búin að standa lengi yfir þó að hann hafi sagt annað. en það eru c.a 2 ár síðan að hann hætti á lyfjunum því hann stóð svo fastur á því að hann þyrfti barasta ekkert á þeim að halda.
nú er hann búinn að vera inni á Vogi í 4 daga og hljóðið í honum var bara nokkuð gott, hann er jú alveg á bleiku skýji og ætlar alveg að gleypa heiminn en ég held að ef hann fær lyfin sín þá eigi hann miklu meiri möguleika á því að verða edrú, þá heldur hann betra jafnvægi. Ég þarf bara að vera í sambandi við ráðgjafann hans og læknir þarna inni og athuga hvort að það borgi sig ekki að panta tíma hjá Ýr og láta hana í málið.
Sjálf hef ég ekki verið í nógu góðu jafnvægi, ég er alltaf að loka mig meira og meira af og alltaf minna og minna sem ég geri, það sem virðist halda mér nokuð gangandi þessa dagana eru kisurnar mínar blessaðar enda af nógu að taka þar. Ég er að gefa kettlingunum þurrmjólk nokkrum sinnum á dag og svo hefur verið eitthvað smá lækna stúss með nýja fressinn og já alveg hellings vesen með pappírana hans en þetta er nú allt svona að skríða saman. Ég er búin að skrá á sýninguna í mars og vona ég bara að ég nái að fá pappírana hans Blue í tæka tíð fyrir sýningu.
Nú er bara að fara að ýta á MÖGGUNA að skrá sína hahahhaha
adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 11:31
fjölskyldusjúkdómur
Að vera eða vera ekki Alkóhólisti, það breytir í rauninni kanski engu, það verða allir jafn sjúkir í fjölskyldunni. En það er alveg svakalega lýjandi að vera aðstandandi. Nú er ég búin að vera aðstandandi í 20 ár og var farin að halda á tímabili að þesu virka tímabili færi nú að ljúka en ónei þegar að kallinn er orðinn þurr og kominn á nokkuð beina braut þá taka bara börnin við, nú og auðvitað er röðin tekin, fyrst var það elsta barnið og þegar hún var komin í nokkuð góð mál þá tekur miðbarnið við.
Hann lét ekkert í sér heyra í 9 daga og það eina sem sagði mér að hann væri yfirhöfuð á lífi var að vinirnir hringdu ekkert heim til að spyrja eftir honum,,, þá hlaut hann að vera með þeim. Hann kemur heim og það var bara eins og hann hefði bara skroppið út í sjoppu eftir kókflösku. grjótið á maganum á mér molaðist niður og lífið varð aðeins léttbærara en grjótið var þarna enn,, bara í litlum einingum sem hringluðu,,,hvað nú, hvernig verða næstu dagar, jú auðvitað var pantað pláss á vogi öllum til friðþægindar. hvort að það bjargi einhverju eitt og sér veit ég ekki en eins og staðan er núna er það, það eina sem hefur hugsað sér að gera núna.
kanski er ég bara svona svartsýn manneskja en ég get bara ekki trúað því að þetta komi til með að duga til að hann vinni eitthvað almennilega í sínum málum, eða kanski bara svona brennd. Jú það hefur verið mín reynsla með hina tvo alkana mína að það hefur sko enganvegin verið nóg að fara bara í einhverja 10 daga á vog og þá sé bara allt orðið fínt ooo nei ekki svo einfalt.
Talandi um að þetta sé fjölskyldu sjúkdómur. Það að vera með virkann alka/fíkil hefur áhrif á alla í fjölskyldunni, hinir alkarnir í fjölskyldunni eru alveg svakalega meðvirkir á meðan að ég reyni kanski frekar að vera köld. allir eru pirraðir, leiðir, áhyggjufullir og bara hálf þunglyndir. Ég verð t.d alltaf frekar mikið þung og á erfitt með að koma mér af stað í allt , alveg sama hvað það er.
En allavegana þá er hann farinn inn á Vog núna þannig að það er ekekrt að gera nema bara bíða og sjá hvernig þetta fer, búast við því versta en vona það besta.
13.1.2007 | 11:25
kisublogg
úff þá er þessi pakki að verða búinn,,það er að segja innflutningurinn á á Blue, hann er kominn heilu á höldnu. Við Stefanía og Hanna fórum út í einangrunarstöð í gær og náðum í prinsinn. Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með strákinn :) það fyrsta sem maður tók eftir voru þessi stóru bláu augu sem störðu á okkur þegar að komið var inn í búrið hans. þrátt fyrir svakalegt hundgá og brjáluð læti þá var hann alveg poll rólegur. Við fórum með hann beint til dýralæknis og henni leist bara rosalega vel á strákinn og talaði um það hvað hann virlaði sterkur karakter svona við fyrstu kynni o gég verð nú bara að vera ´smmála því. svo fórum við með hann heim og böðuðum hann og svo tóku við fyrirsætustörf hjá honum hahaha já við Stefanía tókum eitthvað á fjórða hundrað myndir af honum. Hann er nú búinn að vera nokkuð rólegur hérna svona fyrsta sólarhringinn,,Didde hefur eitthvað verið að derra sig við hann en það virðist nú bara vera í nösunum á honum. Ég hafði Blue lokaðann inni í nótt og svo í morgun opnaði ég aftur og allt er í himnalgi núna .....ennþá allavega.
Við sævar skruppum svo með Lillý í pörun í gærkvöldi, við sátum nú í smá stund en ég heyrði ekkert í henni þannig að ég veit ekki hvort að breimið hafi dottið niður við það að fara svona, en það kemur þá bara í ljós og hún fer þá bara aftur næst þegar að hún breimar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 17:54
ja må hon leva, ja må hon leva, ja må hon leva ute hundrade år .....
Litla barnið mitt er 14 ára í dag það er svo skrítið hvað þessi kríli eldast og svo stendur maður sjálfur í stað,,ég skil þetta ekki. það fer að styttast í að litla barnið nái mömmu sinni, ja hún er nú svo sem búin að ná mér á hæðina
og nokkuð langt síðan það var en aldurslega séð þá vantar aðeins upp á
Hún ætlar víst að fá að halda smá veislu á morgun fyrir vinina en í dag ætluðu einhverjir ættingjar að kíkja við en það verðu víst lítið úr því vegna veðurs hjá einhverjum
og sólarlandaferðar hjá öðrum
þannig að kökur og heitur réttur verður bara á boðstólnum hérna fyrir heimafólkið
Ég var í smá fæðingarhjálp í fyrrakvöld en hjá Rögnu voru að fæðast kettlingar og von var á svona 2-3 kettlingum en viti menn það virtist koma endalaust frá læðunni og endaði það með heilum 7 kettlingum já 6 stelpum og svo kom einn lítill strákur sem rak lestina
Á morgun förum við Stefanía að sækja strákinn til Hafna, í einangrunina en prísundinni er loksins að ljúka hjá elsku stráknum, sá held ég að verði feginn að losna. Við erum alveg ferlega spenntar. Það er búið að ákveða að fara með hann heim og baða hann og reyna svo að ná fullt af flottum myndum en það er víst eitthvað sem við eigum ekki af honum að minnsta kosti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)