Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

fjölskyldusjúkdómur

Að vera eða vera ekki Alkóhólisti, það breytir í rauninni kanski engu, það verða allir jafn sjúkir í fjölskyldunni. En það er alveg svakalega lýjandi að vera aðstandandi. Nú er ég búin að vera aðstandandi í 20 ár og var farin að halda á tímabili að þesu virka tímabili færi nú að ljúka en ónei þegar að kallinn er orðinn þurr og kominn á nokkuð beina braut þá taka bara börnin við, nú og auðvitað er röðin tekin, fyrst var það elsta barnið og þegar hún var komin í nokkuð góð mál þá tekur miðbarnið við.

Hann lét ekkert í sér heyra í 9 daga og það eina sem sagði mér að hann væri yfirhöfuð á lífi var að vinirnir hringdu ekkert heim til að spyrja eftir honum,,, þá hlaut hann að vera með þeim. Hann kemur heim og það var bara eins og hann hefði bara skroppið út í sjoppu eftir kókflösku. grjótið á maganum á mér molaðist niður og lífið varð aðeins léttbærara en grjótið var þarna enn,, bara í litlum einingum sem hringluðu,,,hvað nú, hvernig verða næstu dagar, jú auðvitað var pantað pláss á vogi öllum til friðþægindar. hvort að það bjargi einhverju eitt og sér veit ég ekki en eins og staðan er núna er það, það eina sem hefur hugsað sér að gera núna.

kanski er ég bara svona svartsýn manneskja en ég get bara ekki trúað því að þetta komi til með að duga til að hann vinni eitthvað almennilega í sínum málum, eða kanski bara svona brennd. Jú það hefur verið mín reynsla með hina tvo alkana mína að það hefur sko enganvegin verið nóg að fara bara í einhverja 10 daga á vog og þá sé bara allt orðið fínt ooo nei ekki svo einfalt.

Talandi um að þetta sé fjölskyldu sjúkdómur. Það að vera með virkann alka/fíkil hefur áhrif á alla í fjölskyldunni, hinir alkarnir í fjölskyldunni eru alveg svakalega meðvirkir á meðan að ég reyni kanski frekar að vera köld. allir eru pirraðir, leiðir, áhyggjufullir og bara hálf þunglyndir. Ég verð t.d alltaf frekar mikið þung og á erfitt með að koma mér af stað í allt , alveg sama hvað það er.

En allavegana þá er hann farinn inn á Vog núna þannig að það er ekekrt að gera nema bara bíða og sjá hvernig þetta fer, búast við því versta en vona það besta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband