Færsluflokkur: Bloggar

bara rólegheit

já það eru sko bara rólegheit í dag, það er svo sem ekki mikið að ske á föstudaginn langa frekar en venjulega. ég er búin að vera að vesenast í þessri heimasíðu sem ég er að gera og hef lítið annað gert í dag. Ég er að fara að vinna í kvöld svo að restin af deginum verður bara tekinn rólega líka, ætli maður reyni ekki að leggja sig smá eftir matinn svo að nóttin verði auðveldari.

Fermingarholskeflan

já það má sko með sanni segja að það sé alger holskefla þetta árið, það eru heil fimm börn að fermast innan fjölskydunnar sem þýðir auðvitað tilheyrandi kostnaður. Það styttist nú óðum í að ég fari að standa í þessu líka en það er nú ekki nema eitt ár í að ég láti ferma litla barnið mitt, já yngsta barnið svo að það verður nú í síðasta sinn sem ég stend í þessu. Við erum nú þegar  farin að spá aðeins í það hvernig þetta á allt að vera enda ekki seinna vænna hahahaha hún ætti nú að fá að vita dagsetningu fljótlega í haust og þá munum við byrja undirbúning um leið, þetta verður sko ekki gert allt á síðustu stundu eins og síðast enda endaði það með heimaveislu því að allir salir voru uppbókaðir. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig núna að við verðum bara gestir í eigin veislu,,,,sem sagt kaupa alla þjónustu og mat og þurfa ekki að gera neitt nema að mæta. það kostar jú eitthvað meira en ég held að það sé bara alveg þess virði,,, að vera ekki alveg búin á því í veislunni sjálfri.

Svo eru það páskarnir og ég er að vinna um alla páskana en það góða er að þetta er síðasta vinnuhelgin mín þarna í sjoppunni,,,jiii minn  hvað ég er ánægð með að vera að hætta. Það getur nú samt verið að ég fái aðra vinnu svona á nóttunni,,,á bar ,,, það ætti að vera soldið öðruvísi þar sem maður er ekki að vinna til kl 7 á morgnana heldur lokar þar kl 3 og maður ætti þá að vera kominn heim um 4 í síðastalagi. þá er helgin ekki alveg ónýt þó að maður sé að vinna eins og þegar að maður er þarna í sjoppunni.

Ég er búin að vera að vinna að heimasíðu fyrir vinafólk mitt sem er að byrja að rækta ketti og fer allur minn tími í það þessa dagana en það gerir nú svo sem ekkert til þar sem mér finnst þetta bara svo hrikalega gaman :) Það verður nú samt örugglega ekki hægt að puplishera henni fyrr en eftir páska því að netþjónustan opnaði ekki fyrir aðganginn í gær eins og þeir lofuðu og auðvitað er allt svona lokað núna í einhverja 5 daga. Þessi símafyrirtæki og netþjónustur eru allar eins lofa alltaf að gera miklu meira heldur en þeir geta staðið við.

já svo eru komnar í heimsókn til mín 2 kisur sem ætla að vera hérna í viku til 10 daga, læðan er kettlingafull og kemur hún sennilega til með að gjóta hérna hjá mér þar sem áætlaður tími hennar er eftir 5 daga, hahahaha þá verð ég sem sagt ljósmóðirin :) þetta er lítil og nett silvur persa læða og ég bíð bara spennt eftir að fá að sjá litlu kettlingana hennar ,, annar er hún svo nett að ég hef nú grun um að þetta sé nú ekki meira heldur en bara einn eða í mesta lagi tveir kettlingar hjá henni. Vonandi bar að hún komi þá með allavega einn læðu kettling því að stefnan hjá eiganda læðunnar er að halda eftir einum læðuketting. En já þetta verður sem sagt spennandi að fylgjast með og fá að taka þátt.


jamm.....

fór í smá Idol partý í gærkvöldi og fékk mér smá öllara,,,já bara smá því það er komið næstum hálft ár síðan að ég fekk mér í glas síðast svo að ég þurfti nú ekki mikið til að byrja að kippa, 3 bjór og mín orðin bara vel í því og fór bara í vatnið hehehehe. skruppum aðeins út og vorum komin heim aftur um 3 í nótt.

þvílíkt drama sem búið er að vera í gangi núna undanfarna daga,,, ég sagði upp í vinnunni og yfirmaðurinn lætur eins og það sé alfarið mitt að finna mér eftir mann,,,ohh það er svo erfitt allt þetta stúss í kringum fyrirtækið og að þurfa svo að finna nýtt starfsfólk buhu ég á svo erfitt með að standa í þessu buhu en halló þá á manneskjan ekki að vera að standa í fyrirtækjarekstri, en ég er allavegana að hætta, ég ætla ekki að standa í þessu djobbi fyrir þessi skítalaun, þá er tíma mínum betur farið bara hérna heima, ætla nú samt að taka smá aukavakt fyrir hana í kvöld þó að ég sé nú enganvegin að nenna því:(


Náungakærleikur

úff áfallið sem ég fékk í gær var nú ekki lítið. Við heyrðum einhvern svakalegann dynk frammi á gangi og ég sendi kallinn fram til að tékka á hvað væri eiginlega í gangi ,, þá liggur þar maður , meðvitundarlaus og í eigin blóðpolli, hann hafði sem sagt dottið niður stigann og sennilega rotast. við hringdum í 112 og komu 3 sjúkrabílar á no time,, en það sem ég fór að pæla svona eftir á var að maðurinn hefði getað drukknað þarna í eigin blóði því það kom enginn fram á gang fyrr en það heyrðust lætin í mér þegar að ég var að tala við manninn í 112, þau sögðu öll að þeim hefði einna helst dottið í hug að einhver væri að flytja og rekið einhverja mublu í stigahandriðið. maður spyr sig er fólki orðið alveg sama um allt í umhverfi sínu.

Jæja við erum enn að koma okkur fyrir hérna þó að við höfum flutt inn 10 febrúar þá er ennþá fullt af dóti enn í kössum og áfrágengið. Við fórum í gær í Ikea og versluðum einhverjar hillur og svona til að fá pláss undir eitthvað af þessu dóti okkar og svo auðvitað fyrir bækurnar mínar sem mér finnst nú reyndar að ég eigi aldrei nóg af en dóttir mín horfði alveg forviða á mig og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera með allar þessar bækur,, afhverju ég henti þessu nú ekki bara því ég væri nú hvort eð er búin að lesa þetta allt saman :)  hahaha nei ég hélt nú síður enda kemur nú örugglega að því að hún fer að læðast í litla bókasafnið hennar mömmu sinnar því hún hefur mjög gaman af því að lesa,, eiginlega eina barnið mitt sem hefur gaman af því.

Svo er það einkasonurinn, ég veit nú ekki alveg hvað ég á að gera við hann, það var búið að redda honum vinnu í síðustu viku og hann meldaði sig svo veikann í fyrradag og mætti heldur ekki í gær, heldur liggur hann heima hjá vinkonu sinni og reykir hass alla daga. Fyrir honum er það ekki dóp heldur eitthvað sem "allir" gera og hann varð frekar vondur þegar að við vorum að tala um það að við kærðum okkur ekki um dópista inn á heimilið,,,,,"Ertu að kalla mig dópista" sagði hann þá en já auðvitað er þetta ekkert annað. Hann er svo blindur á þetta sjálfur og telur sig alveg geta bara hætt þessu af sjálfsdáðum en er það ekki einmitt meinið hjá öllum fíklum, það er afneitunin á þetta allt saman. Ég gaf honum úrslitakosti í gær um að annaðhvort hættir hann þessu helv...bulli og mætir í vinnuna og er þá bara hérna heima á kvöldin til að byja með og ræðir málin eða hann geut bara flutt heim til þessarar vinkonu sinnar og verið með henni að dópa og rugla ,,,ég gæti ekki staðið í þessu meira.

jæja þá er maður búinn að pústa smá en það þýðir víst ekkert að leggjast í einhverja sjálfsvorkun ,,,,,það er víst svo margir sem hafa það svo miklu verra en maður sjálfur en það er svo sárt til þess að hugsa að þetta sé það líf sem barnið manns kýs að lifa og finnst ekkert óeðlilegt við það.


Atvinnulaus

já þá er kallinn orðinn atvinnulaus og er á fullu í að leita sér að vinnu...hmmm ég vil alveg ólm bara nota tækifærið og  flytja eitthvert burt af skerinu en hann er eitthvað smeykur við það..það er líka kanski soldið snúið að fara að reyna að finna sér vinnu í öðru landi og leita jafnframt að húsnæði fyrir fjölskylduna. æji já best væri auðvitað ef að maður þekkti einhvern í Noregi eða eitthvað sem gæti þá aðstoðað mann við þetta, ég er búin að vera að leita á atvinnumiðlunum á netinu en að finna pláss á sjó í Noregi er greinilega ekki það auðveldasta þegar að maður er ekki á staðnum. Eitthvað verðum við að finna út úr þessu.

Það verður sennilega ekkert úr þessu í þetta skiptið :( það er nú soldið skondið að krakkarnir éru eiginlega bara spenntari fyrir þessu heldur en ég og ég sem hélt alltaf að það væri ég sem væri sigauninn í fjölskyldunni :)


Dýrahátíðin í Víðidalnum

Já við mættum þarna á dýrahátíðina í reiðhöllinni í Víðidal sem VÍS Agría stóð fyrir. þetta var bara voða gaman en það kom nú samt mun minna af fólki heldur en hefur gert undanfarin 2 ár sem var kannski ekki svo slæmt þar sem manni var nú farið að kvíða pínulítið fyrir að vera þarna með dýrin sín í öllu mannhafinu en þetta var bara alveg passlegt.

nú ætti líka að vera komin pása á allt sem heitir sýningar fram á haustið hugsa ég Hlæjandi


fyrsta færslan.....

já þá er ætlunin að reyna að blogga smá.

En hvað er blogg ? er það einhverskonar dagbók fyrir mig eða er það kanski bara einhver skemmtun fyrir aðra eða jafnvel bara eitthvað til að svala forvitni fólks hmmmmmm....

ja fyrir mína parta þá held ég að ég bloggi bara svona fyrir sjálfan mig, set hérna eitthvað inn sem ég er að gera eða er að hugsa á líðandi stundu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband