13.1.2007 | 11:25
kisublogg
úff þá er þessi pakki að verða búinn,,það er að segja innflutningurinn á á Blue, hann er kominn heilu á höldnu. Við Stefanía og Hanna fórum út í einangrunarstöð í gær og náðum í prinsinn. Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með strákinn :) það fyrsta sem maður tók eftir voru þessi stóru bláu augu sem störðu á okkur þegar að komið var inn í búrið hans. þrátt fyrir svakalegt hundgá og brjáluð læti þá var hann alveg poll rólegur. Við fórum með hann beint til dýralæknis og henni leist bara rosalega vel á strákinn og talaði um það hvað hann virlaði sterkur karakter svona við fyrstu kynni o gég verð nú bara að vera ´smmála því. svo fórum við með hann heim og böðuðum hann og svo tóku við fyrirsætustörf hjá honum hahaha já við Stefanía tókum eitthvað á fjórða hundrað myndir af honum. Hann er nú búinn að vera nokkuð rólegur hérna svona fyrsta sólarhringinn,,Didde hefur eitthvað verið að derra sig við hann en það virðist nú bara vera í nösunum á honum. Ég hafði Blue lokaðann inni í nótt og svo í morgun opnaði ég aftur og allt er í himnalgi núna .....ennþá allavega.
Við sævar skruppum svo með Lillý í pörun í gærkvöldi, við sátum nú í smá stund en ég heyrði ekkert í henni þannig að ég veit ekki hvort að breimið hafi dottið niður við það að fara svona, en það kemur þá bara í ljós og hún fer þá bara aftur næst þegar að hún breimar.
Athugasemdir
VÁ hann er svo mikið krútt maður bráðnar hérna... hva segjurur fæ ég kettling... hehe ;)
magga (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 22:02
já hann er alger hjartaknúsari já auðvitað færðu kettling,,það þarf bara að fara að finna út hvaða kettling ?!?!?!?!
Sigríður Þóra, 14.1.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.