símtal frá syninum

"Mamma ég finn það núna hvað ég þarf á lyfjunum mínum að halda" var eitt af því fyrsta sem sonurinn tikynnti mér þegar að ég loksins heyrði í honum í kvöld. Jahá það var og.... loksins þegar að engin neysla er í gangi þá finnur hann það. það segir mér heilmikið um það hvað neyslan er í rauninni búin að standa lengi yfir þó að hann hafi sagt annað. en það eru c.a 2 ár síðan að hann hætti á lyfjunum því hann stóð svo fastur á því að hann þyrfti barasta ekkert á þeim að halda.

nú er hann búinn að vera inni á Vogi í 4 daga og hljóðið í honum var bara nokkuð gott, hann er jú alveg á bleiku skýji og ætlar alveg að gleypa heiminn en ég held að ef hann fær lyfin sín þá eigi hann miklu meiri möguleika á því að verða edrú, þá heldur hann betra jafnvægi. Ég þarf bara að vera í sambandi við ráðgjafann hans og læknir þarna inni og athuga hvort að það borgi sig ekki að panta tíma hjá Ýr og láta hana í málið.

Sjálf hef ég ekki verið í nógu góðu jafnvægi, ég er alltaf að loka mig meira og meira af og alltaf minna og minna sem ég geri, það sem virðist halda mér nokuð gangandi þessa dagana eru kisurnar mínar blessaðar enda af nógu að taka þar. Ég er að gefa kettlingunum þurrmjólk nokkrum sinnum á dag og svo hefur verið eitthvað smá lækna stúss með nýja fressinn og já alveg hellings vesen með pappírana hans en þetta er nú allt svona að skríða saman. Ég er búin að skrá á sýninguna í mars og vona ég bara að ég nái að fá pappírana hans Blue í tæka tíð fyrir sýningu.

Nú er bara að fara að ýta á MÖGGUNA að skrá sína hahahhaha

adios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég veit hehe ég ætla að reyna ... er að sjá hvernig allt verður... allt í vesen hérna  þannig ég læt vita fljótlega... og gutti er komin með eins og didde var með skallablett ...  manstu...

þannig  ÞÚ VERÐUR FYRSTA sem ég læt vita   lofa því  

knúsaðu kisurnar og ömmu gullið frá mér...hlakka til að sjá ykkur  

ok

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 03:34

2 Smámynd: Sigríður Þóra

iss þó að hann sé með smá skallablett núna þá ætti það að vera orðið mun betra þegar að sýningu kemur ena einhverjar 7 vikur í sýninguna eða eitthvað

Já ég hlakka til að sjá þig

Sigríður Þóra, 22.1.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband