9.5.2006 | 11:57
country roads ,,country roads
já það má nú eiginlega segja að það hafi verið ferðalag í lagi sem við mæðgur höfum verið á... á miðvikudagskvöldið þá hringdi Helga í mig og sagði að læðan væri svo svakalega mikið veik og kettlingurinn líka,, hana vantaði góða kettlingamjólk og túttur á sprautuna, ég tók þá þessa skyndiákvörðun að renna bara þessa 400 km með þetta til hennar og þá gæti ég nú bara farið til Sævars líka. Ég Tók Elísabet með mér og við lögðum í hann kl 21:00 á miðvikudagskvöldið og við vorum komnar til Siglufjarðar um kl 01:00, sváfum þar hjá Sæbba um nóttina en héldum svo áleiðis til Akureyrar á fimmtudeginum, tókum Lágheiðina svo að ferðin tók okkur um 90 mín sem var bara í góðu lagi því að við höfum aldrei farið þetta áður og það var bara gaman að skoða sig pínulítið um. en Halló að fara svo í gegnum einbreið göng úffff........ það fannst okkur báðum frekar mikið scary,,fyrst voru það jú Strákagöngin og svo Múlagöng. við vorum hjá Helgu í einn sólarhring og fórum svo aftur til Sæbba.
Ég get nú ekki sagt með góðri samvisku að mér hafi líkað vel við þennan kaupstað, Siglufjörð,,, þvílík innilokunartilfinning sem helltist yfir mig þegar að ég kom þangað og svo aftur þegar að ég kom á föstudaginn,,,nei ég held að ég gæti bara aldrei búið á þessum stað,,,það er bara one way out og hvað ef það lokast ?? þá er maður bara fastur þarna einhverstaðar á hjara veraldar.. úff
en við allavega ákváðum að vera fram á laugardag og kíkja svo á Sauðarkrók en svo kom í ljós að Dóra var að vinna á laugardaginn svo að við ákváðum að bíða bara fram á sunnudag og heimsækja hana þá. á laugardeginum leiddist okkur eiginlega bara því það er nú ekki mikið um að vera á Siglufirði svo við fórum bara í að plokka okkur og eitthvað svona dúllery á meðan við við biðum eftir Sæbba sem kom af sjónum um 7 leitið, þá fórum við á pizza67 og fengum okkur eina sjávarrétta. fórum svo með lísu niður á bryggju til að lofa henni að dorga en það var nú ekki einusinni fiskey þarna hahahahaha en fullt af máv sem var svo sem ekkert á móti beitunni hennar.
á sunnudaginn fórum við svo til Dóru og jú hún var að vinna þá líka svo ég var nú eiginlega að spá í að renna bara heim en það var ekki tekið í mál og heimtaði dóra að við myndum nú gista hjá henni eina nótt og ákváðum við það hahahaha nema hvað að henni fannst það nú ekki mikið mál að ég fengi bara frí fyrir lísu í skólanum einn dag í viðbót hahahaha en uppgvötaði svo að þá þyrfti hún jú að gera það sama fyrir Guðrún Ástu.Hahahahaha þeta leysti sig nú allt og vorum við Dóra bara á þvílíkri kjaftatörn allan daginn, fórum svo á kaffihús um kvöldið hmmmm já eina kaffihúsið sem var opið og þar þurfti að kalla á kokkinn til að útbúa sviss mokka hahahahahaha og svo lokaði kl 22:30 og svo segja þeir að það sé sæluvika á króknum hahahahaha þvílík sæluvika þetta,,,,kanski það sé sæluvika hjá starfsfólki veitingastaða bæjarins hahahahaha.
Í gær ´samkjöftuðum við Dóra ekki og kanski ekki skrítið þegar maður er að hittast á einhverra ára fresti, þá hefur maður svo mikið um að tala. en við Elísabet lögðum af stað heim rétt fyrir 5 og vorum komnar heim rét fyrir 8 í gærkvöldi. þá var nú ekki mikið gert enda maður algerlega búinn eftir svona ferðalag, kíktum bara á sjónvarpið og fórum svo snemma að sofa :)
Takk Dóra fyrir frábæran Sólarhring á króknum ;))
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.