spennan búin

úff þá er leikurinn búinn,, þvílík spenna. þeir stóðu sig nú rosalega vel strákarnir, héldu allavega okkur hérna heima í þvílíkri spennu í rúmann klukkutíma,, með tilheyrandi öskrum og látum,,,hefði nú ekki komið mér á óvart að fá kvörtun frá nágrönnum vegna láta hahahaha.

en hér er allt búið að vera í rólegheitunum og einkasonurinn búinn að vera hema síðan á laugardag en fór svo vestur í morgun, er að vísu ekki búin að heyra í honum en hringdum í ráðgjafann áðan til að fá bara að vita að strákurinn hafi komist heilu á höldnu.

ég er búin að skrá 5 ketti á sýninguna sem verður nú vonandi núna aðra helgina í mars en það eru bara 22 kettir skráðir þannig að skráning gengur ekkert rosalega vel. maður er nú að halda í vonina að það komist skriður á þetta um mánaðarmótin,, svona þegar að fólk er búið að fá útborgað og svona. en ég fer nú með eina kisuna enn en hún verður víst skráð inn sem got og þá með sínum ræktanda hahaha já hún er alveg ný sú og kemur til með að flytja til okkar sennilega í næstu viku, það er nú svona smá spenna yfir því öllu saman.

jæja ég ætla að fara að gefa litlu kisukrúttunum pela og fara að sofa :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband