stolt mamma/amma

Um helgina var smá ömmuog afa tími en Hanna og helgi skruppu aðeins út úr bænum og ætluðu að vera í sólarhring í burtu, þá fórum við með prinsessuna í heimsókn til ömmu löngu afa langa, það vakti voða lukku og voru þau gömlu að ég held bara glöð að fá okkur í heimsókn Smile Prinsessan var nú samt ekki ánægð með að mamma væri ekki til staðar til að koma henni í svefn og þurfti amman(ég) að rugga henni í svefn og hafðist það á endanum Wink

Annars hafa þetta verið rólegir dagar, einkasonurinn er ennþá fyrir vestan og líkar bara betur og betur eftir því sem tíminn líður og er ennþá jafn jákvæður sem mér finnst bara alveg frábært og í rauninni eiginlega ótrúlegt á miðað við hvað hann hefur alltaf verið á móti þessu batteríi. en það sem gerir gæfumuninn held ég er að  hann fór inn með opnum huga og tilbúinn til að fræðast um þetta allt saman. Þegar að ég talaði við hann í síðustu viku var hann ekkert rosalega jákvæður á að hann myndi endast þarna alveg í 28 daga en svo núna um helgina sagðist hann ætla að klára þetta enda væri hann búinn að sjá það að þarna ætti hann vel heima,,og hann vildi líka "útskrifast",, ekki fara út með "skömm". Ég er alveg ótrúlega stolt af stráknum mínum núna!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband