Bolla bolla

ég át 2 bollur í gær og svo aftur 2 áðan og ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé búin að fá nóg, þessa tvær áðan voru meira að segja 2 of mikið.

Það er búið að vera mikið stúss í kringum kettina núna undanfarið, fyrst og fremst auðvitað kettlingarnir og svo var aðalfundur á föstudagskvöldið, þar kom margt fram og var fundurinn góður. Eftir fundinn fórum við Stina,Kolla,Jón og Sævar á dubliners og við stelpurnar fengum okkur bjór en vorum svo komin heim rúmlega eitt. Þetta var mjög fínt enda hef ég varla farið út úr húsi núna í nokkrar vikur nema þá rétt til að fara í búð.

Nú er að fara að byrja á undirbúning fyrir kattarsýningu Kynjakatta sem verður helgina 10 og 11 mars, þarf að fara að baða og hugsa út einhverjar skreitingar fyrir búrin því þemað á þessari sýningu er Hafið og ég er einhvernvegin algjörlega andlaus,,veit ekkert hvað ég á að gera en langar samt að hafa búrið í þessu þema. hugmyndir vel þegnar hehehehe.

Svo er það fermingin hennar Elísabetar,, úff hún er 25 mars svo að það styttist óðum í það. Ég er að vísu búin að panta sal með veitingum þannig að ég þarf ekki að spá meira í það og loksins er ég búin að panta fyrir hana í hárgreiðslu en ég á eftir að panta hjá ljósmyndara og gera boðskort og svo auðvitað að fá sálmabók og kerti og svona smálegt, en ég verð nú að fara að rífa mig upp og gera þetta.

Núna um helgina hef ég verið að dunda mér við að búa til heimasíðu um Maine coon ketti á Íslandi, ég er búin að vera í stöðugu sambandi við Siggu í Eagle-Storm til að fá uppl. og svona enda er hún með bestu yfirsýnina yfir það hvað er til af þessu stóra kattarkyni á Íslandi. ÞAð er alveg hellings vinna eftir en það er þó allavegana kominn grunnurinn af þessu og þá er auðveldara að halda áfram og halda svolítið utan um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úffff hva verður mikið að gerast hjá þér kona;) ég bara liggur við svitnaði að' lesa þetta ég vorkenni þér ek smá að standa í þessu öllu saman ;) hahah

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband