Einelti

já mig langar aðeins að tala um einelti.

Stelpan mín er í stórum skóla og er tiltölulega ný, þar sem við fluttum fyrir um ári síðan. Ég ræddi það spes við skólastjórann þegar að við byrjuðum hvernig væri tekið á eineltismálum og hún sagði að það væri eineltisáætlun í gangi og það væri unnið mjög vel í þeim málum. ég veit ekki afhverju mér datt í hug að spyrja um þetta því að stelpan hefur aldrei orðið fyrir einelti, alltaf gengið nokkuð vel að eignast vini og svoleiðis.

það er búið að vera þónokkuð um að henni sé strítt og í hennar tilfelli kanski soldið erfitt að benda á einhvern einn í því samhengi því það hefur einhvernvegin verið þannig að það er bara stöðugt áreiti frá hinum og þessum. smá pot hér og smá pot þar. þetta hefur leitt til þess að henni líður ekki vel í skólanum. þegar hún var á miðstigi ræddi ég þetta við skólastjórann (sem sagt í í fyrra , eftir páska) og þá var eitthvað reynt að gera en ekkert gekk svo byrjar skólinn aftur í haust og enn heldur þetta áfram svo ég hringi í skólastjórann(sem er þá annar af því að hún er komin í unglingadeild) og hann vill að ég tali við námsráðgjafann sem ég og geri,, og aftur nokkuð seinna en ekkert breytist í skólanum.

Ég fór svo á foreldrafund eins og lög gera ráð fyrir í vetur og þá hafði kennarinn hennar ekki hugmynd um að það væri búið að vera eitthvað eineltis vandamál í gangi, þannig að það er greinilegt að skólinn lætur sér bara fátt um finnast eða allavega eru samskiptin ekki góð þar.

Stelpan hefur alltaf verið hraust og með mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart skólanum, oft mætti hún í gamla skólann þegar að hún var kanski slöpp eða eitthvað, fékk ekki veikindarfrí nema hún væri virkilega veik, en nú hefur þetta heldur betur breyst og ég hef ekki lengur töluna á því hvað hún er með marga veikinda daga í skólanum það sem af er vetri. henni er illt í höfðinu eða maganum eða bara eitthvað og auðvitað segir það manni að það er eitthvað að.

Pabbi hennar fór með hana til læknis á mánudaginn vegna þráláts hövuðverkjar og vildi heimilislæknirinn meina að hún væri með svona svakalega vöðvabólgu vegna stress og álags sem mætti jafnvel rekja beint til vanlíðunar í skólanum og ætlaði hann að senda skólahjúkrunarkonunni bréf. hvað verður í þessu bréfi veit ég ekki en það verður gaman að sjá hvort að einhver breyting verði á núna. nú annars verður maður að gera eitthvað í þessum málum bara sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband