Ofnæmi,,,,verst á Íslandi ?

Til Hamingju með Afmælið Dóra Maggý!!!! Þá er farið að styttast í fertugtCool

 Rosalega er skrítið hvað margir íslendingar eru komnir með ofnæmi nú til dags,, maður er farinn að halda að það sé eiginlega meira u andlegt ofnæmi heldur en hitt. Litla Alexandra fór í ungbarna skoðun í gær og var með smá kvef þannig að ekki var hægt að sprauta hana en auðvitað kom hjúkkan inn á að það gæti nú verið útaf köttunum sem hún væri með kvef,,, Barnið er búið að vera mjög frískt allt sitt stutta líf og verið innan um ketti allan tíman svo að ég held að líkurnar á því að hún fái kattarofnæmi séu mun minni heldur en ef að hún væri alin upp í sótthreinsuðu umhverfi. en hjúkkan hefur látið svona frá því að hún byrjaði að koma hingað heim til að vigta og mæla,,s.s passa þetta með kettina, kettirnir þetta og kettirnir hitt,, þetta eru auðvitað bara fordómar og ekkert annað. hvernig er það, núna liggur hálf þjóðin í flensu,,ætli það séu allir með dýraofnæmi?

ef maður er erlendis þá getur maður farið með dýrin sín í strætó, og flugvélar og jafnvel inn á kaffihús. Kattasýningar eru mjög oft haldnar í íþrótta húsum erlendis en hérna á litla íslandi þar sem allir eru með svo mikið ofnæmi má helst ekki vera með dýr í 10 km radíus við almennigs samgöngutæki eða hús sem almenningur kemur saman í. Þetta er alveg hreint ótrúlegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband