læst síða

já ég ákvað að læsa síðunni minni. hérna er ég mikið að skrifa um persónuleg málefni sem tengjast jafnvel ekki bara mér einni og auðvitað á ég kanski ekkert með að vera að segja frá því sem er að ske í lífi annara og tala nú ekki um ef að það er eitthvað viðkvæmt. þess vegna ákvað ég að læsa bara síðunni og þá get ég haldið áfram að skrifa það sem liggur á mér hverju sinni án þess að vera hrædd um að einhver ókunnur sem kanski er bara að hnýsast í persónuleg málefni okkar hérna. ég kem til með að gefa þeim lykilorðið sem mér finnst eiga eitthvað erindi hingað inn og já svona nánustu vinum og fjölskyldu.

Gabríel er kominn heim af Staðarfelli, honum líkaði dvölin vel og er bara nokkuð ánægður og mjög vel upplýstur finnst mér, það eina sem vantar er kanski dug til að fara og leita sér að vinnu, það er allt í sama horfinu og áður en hann fór í meðferðina. Kanski var ég bara búin að gera mér of háleitar hugmyndir um það hvernig hann yrði þegar að hann kæmi heim. Auðvitað er ég samt glöð með hversu jákvæður hann er og virðist vera í góðu jafnvægi,,,alls ekki misskilja mig með að hann sé ómögulegur af því að það er ekki allt eins og ég "vildi" að það yrði.

þetta er nú kanski líka bara líðan mín sem gerir það að verkum að ég er frekar neikvæð. Mér er búið að líða eins og búi í helvíti núna undanfarnar vikur og hefur þessi síðasta verið einna verst. Ég er mikið búin að vera að pæla í hver tilgangur minn sé hérna á þessari jörð, allt sem ég geri er vitlaust,  og ég á ekki skilið að eiga þessi börn mín að þar sem ég get ekki staðið mig í því hlutverki sem ég á að standa mig í. Ekki það að þetta sé einhver ný líðan því ég hef nú yfirleitt alltaf verið svarti sauðurinn þannig að tilganginn er ég ekki að sjá,,ómögulega.

Ég er bara svona hálfpartinn lifandi dauð, og svo á litla barnið mitt að fermast eftir c.a 3 vikur og ég er eiginlega ekki búin að gera neitt, enda varla til orka í að gera nokkurn skapaðann hlut nema liggja inni í rúmi og grenja eða eitthvað. Ég dreif nú samt loksins í því í dag að prenta út þessi blessuðu boðskort og koma þeim í umslag með frímerki en svo er annað að koma þeim út á pósthús.

Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að standa í þessari blessuðu veislu og smæla framan í liðið þegar að ég er í svona ástandi,,, þetta er víst eitt af því sem ég hef bara ekkert val um, því miður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband