23.5.2006 | 12:52
vandræðagangur á manni alltaf hreint
já það er nú eiginlega soldið fyndið að það vita mjög fáir af þessu bloggi mínu enda er það mest megnis ætlað bara svona fyrir mig þó á veraldarvefnum sé,og samt fékk ég kvörtun í morgun um það að ég skrifaði allt of sjaldan hingað inn,,,þyrfti sem sagt að fara að bæta mig og auðvitað verð ég við þeirri beiðni :)
Það er nú ýmislegt búið að ganga á síðan að ég skrifaði hérna inn síðast og ég hef þess vegna verið frekar langt niðri. Strákurinn minn er bara á hraðri niðurleið og sér greinilega ekkert athugavert við sitt lífsmunstur, það eina sem virðist skipta hann máli þessa dagana er að geta verið sem mest með vinunum og geta komist í hassvímu á hverjum degi. Hann nennir ekki að vinna og þykist vera alla daga að leyta sér að vinnu en auðvitað væri hann löngu kominn með eitthvað að gera ef að það væri satt, pabbi hans fór með honum fyrir nokkrum vikum að leita að vinnu og það tók 2 tíma eða svo að fá eina en auðvitað gafst hann þar upp um leið og hann var búinn að fá einu sinni útborgað.
Hann lætur sig alltaf hverfa með reglulegu millibili og þá í 1-3 sólarhringa í einu þá svarar hann hvorki síma né sendir sms á meðan svo að maður veit aldrei hvort að hann er lífs eða liðinn. Eftir síðasta hvarf þá tók ég þá ákvörðun að nú skildi ég bara henda honum út svo að hann gæti þá bara séð um sig sjálfur og út fór hann síðastliðinn föstudag og ég heyrði auðvitað ekkert í honum alla helgina en pabbi hans gafst upp í gær og hringdi látlaust í hann þar til að strákurinn svaraði. það var auðvitað ekki að spyrja að því að hann skildi bara ekkert í því að ég hafi hent honum út og hafði sko alls ekki í hyggju að koma heim neitt á næstunni,,,við erum jú svo slæmir foreldrar. en hann kom svo heim rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, við erum reyndar lítið búin að ræða við hann en það litla sem hann hefur látið út úr sér er nú bara í samræmi við það sem á undan er gengið,,,s.s hann ER að leita sér að vinnu, hann ÆTLAR að standa sig, hann er sko alls EKKI háður hassi og þar fram eftir götunum. Æji hvað ég er orðin þreytt á þessu töngli í honum,,,alltaf sama rullan.
Sævar kom heim á laugardaginn vegna þess að veðrið var ekki alveg að gera sig þarna fyrir norðan, strákarnir sem eru með honum á sjó ætluðu að fara og fá sér í glas um kvöldið svo að baldur skipper leifði honum bara að fara einum á bílnum,, vá hvað ég er fegin að hann kom bæði útaf þessu veseni á stráknum og svo því að þetta fyllerí á strákunum var sko ekki bara þessi eina kvöldstund...á sunnudag voru þeir enn að drekka og við vitum ekkert hvort að þeir séu yfirhöfuð komnir í bæinn núna því sævar hefur ekkert heyrt í neinum af þeim. Það var víst ákveðið að Baldur og hans kona voru að fara í leikhús og út að borða á föstudaginn næsta og bauð hann sævari að koma með ( mér og sævari) það verður örugglega rosalega gaman. Það á að fara að sjá Viltu finna milljón en fyrst á að fara að borða á Argentína Steikhús. ÞAð er svo svakalega langt síðan að við höfum farið eitthvað svona út við sævar að ég er bara orðin voða spennt :)
jæja en ég keypti mér pgx töflurnar í síðustu viku eftir að Dóra var búin að prófa í viku og lét vel af :) og byrjaði á þriðjudaginn 16 mai, eins og alltaf byrja ég með trompi og byrjaði strax á að taka inn 4 töflur 3 á dag en það er vist talað um að betra sé að byrja á 2 3x á dag svona á meðan að líkaminn er að venjast hahahaha en já ég er sem sagt búin að vera á þessu í eina viku og ekkert skeður hmmmm maður ætti kanski að byrja á að hætta að éta ís og nammi á kvöldin já það væri kanski ráð og að gera eitthvað meira t.d að bæta inn einhverri hreyfingu ,,,já maður veit þetta svo sem allt saman en það er bara að koma sér af stað.
Dóra það er ekkert skrítið þó að maður taki svona smá kast annað slagið,,,þetta tekur ekkert smá á og allt gerist á hraða snigilsins
over and out
Athugasemdir
Hahahah.... það er satt, og góðir hlutir gerast hægt,ekki satt?við verðum bara að taka okkur á og sína okkur og öllum að við getum,ætlum og skulum(gæs)er það ekki!? stöndum saman í þessari baráttu og sjáum hvað gerist ok? jú Sigga,ég hvartaði víst við þig í morgun að þú værir hætt að skrifa,en þú ert búin að bæta úr því :) takk takk, alltaf gaman að líta á þig og gangi þér vel með strákinn. kv.Dóra vinkona í snjósköflunum fyrir norðan 23 maí. :(
Dóra og co.Sauðárkróki (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.