4.3.2007 | 23:35
tilgangslaust líf.
Þetta var stutt gaman hjá stráknum mínum,, hann fór út snemma í gærdag og var ekki enn kominn heim í morgun þegar að ég vaknaði en hfði sent mér skilaboð um kl 6 í morgun, þóttist hafa sofnað heima hjá einhverri stelpu. Ég vissi að hann var að ljúga að mér, skilaboðin voru ekki skrifuð af honum, það sá ég strax og þetta símanúmer sem hann sendi skilaboðin úr voru ekki úr síma þeirrar stelpu sem hann þóttist vera hjá. Hann kom heim hérna milli 9 og 10 í kvöld og hann reyndi svo sem ekki mikið að þræta við mig og viðurkenndi að hafa fengið sér bjór í gærkvöldi þannig að hann er sem sagt kolfallinn og það á fjórða degi,, bæði lýgur hann og neytir vímugjafa en honum fannst það nú ekkert tiltökumál þar sem þetta var nú "bara" bjór.
Þó að ég hafi alveg gert mér grein fyrir að þetta væri stór möguleiki þá brást eitthvað innra með mér,,ég varð svo sorgmædd yfir þessu því auðvitað hafði ég gleymt mér í bjartsýninni með hann.
En þetta er bara enn ein sönnunin fyrir mig um það að allt sem ég kem nálægt mistekst og og það er ekkert nema niðurbrot, dag eftir dag mánuð eftir mánuð,, Ég er búin að sætta mig að þetta er bara tilgangslaust líf
Athugasemdir
elsku mamma mín...
Það er nú ekki þér að kenna hvernig fór fyrir honum Gabríel...Þeta er nú alfarið hans ákvörðun og hans mistök sem hann verður að læra af.. Það er ekki neitt sem viðkemur þér að hann sé fallinn...alls ekki hugsa það þannig...
Og það er nú ekki rétt að allt mistakist sem þú kemur nálægt..það hefur meira heppnast en mistekist, í því sem þú kemur nálægt...þetta er ekki tilgangslaust líf... lífið er jú alls ekki þrauta og áreinslu laust en það er alls ekki tilgangslaust...
Þú veist að mér þykir óendanlega vænt um þig..og þú mannst..án þín væri hvorki ég né Alexandra ;) love you:***
Hanna Björg Sævarsdóttir, 5.3.2007 kl. 11:53
æji elsku Sigga mín, þetta er ekki þér að kenna, þetta er sjúkdómur sem margi geta fengið,
þú hefur gert allt í þínu valdi til að hjálpa honum, hvetja hann og styrkja. nú er komið að honum sjálfum að átta sig og gera þetta sjálfur
það kemur að því að börnin okkar verða að standa í sínar eigin fætur og læra. ég veit og skil að þetta er erfitt, en ekki brjóta sjálfa þig svona niður
ég elska þig og við gerum það öll og það nístir mann í hjartastað að vita að þér líði svona illa en það er gott að þú skuli tala um þetta
þín sys.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 18:40
Það er ekki gott að líða svona illa,en að koma því´niður á blað,allt það sem miður hefur farið í lífinu og lesa það yfir þangað til að þú ert sátt,kveiktu þá í því og þér mun líða miklu betur,vittu til,ég hef gert þetta og hef verið sátt síðan,en ég sit hér með tárin í augunum yfir því að þér skuli líða svona illa,ég vildi ég væri hjá þér í kaffi og ég gæti knúsað þig dúllan mín,mér þykir endalaust vænt um þig og líttu í kringum þig og sjáðu hvað þú hefur marga sem elska þig.... það er bara gott,ekki einblína bara á það slæma í lífinu,og þú átt líka dásamlega fjölskyldu og eitt yndislegt barnabarn... mundu það. láttu þér líða betur og ég knúsa þig feitt þegar að ég kem suður næst... love you.. þín vinkona,Dóra M.
Dóra Maggý, 6.3.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.