9.3.2007 | 11:35
...
jæja undanfarnir dagar hafa nú gengið svona upp og niður þó aðallega niður ,,, ég er nú samt búin að fá smá hjálp, Vallý vinkona ýtti á eftir mér að fara nú loksins til læknisins til að fá lyfin mín aftur og þegar að ég kom inn til hans þá bara grenjaði ég eins og smákrakki. Hann lét mig fá lyfseðil upp á lyfin mín, þau sömu og ég hef verið á en að auki lét hann mig á einhver kvíðastillandi/róandi til nota með á meðan þunglyndislyfin eru að byrja að virka því það tekur heilar 3-4 vikur. Hann vildi helst leggja mig inn en ég sagðist ekki hafa tíma í það þar sem ég væri að fara að ferma og yrði að reyna að standa mig gagnvart því. Þegar að ég kom heim tók ég eina töflu af hvoru og ég varð eiginlega bara uppdópuð af þessum kvíðastillandi lyfjum svo að ég veit ekki hvort að ég kem nokkuð til með að nota það, reyni ekki bara að þrauka þar til hitt fer að virka. Ég vil ekki vera dofin og skrítin í hausnum og bara sofa.
Systur mínar komu hingað til mín á þriðjudaginn, þær eru yndislegar, þær buðust til að hjálpa mér með það sem ég treysti mér ekki í og það met ég mikils þar sem ég er varla fær í að hugsa um sjálfan mig þessa dagana.
svo er það enn eitt kvíðakastið núna,,það er sýning um helgina og það er rosalega mikið áreiti en hún Hanna mín ætlar að vera mín stoð og stytta um helgina og líka að hjálpa mér að baða núna í dag þá ketti sem eiga að fara, án hennar gæti ég ekki farið á þessa sýningu það er alveg á hreinu og það hefði verið grátlegt að vera búin að borga þessi sýningargjöld og geta svo ekki komið.
Ég get ekki sagt að mér sé farið að líða eitthvað betur en hugga mig þó við það að vera byrjuð á lyfjunum aftur sem þýðir að betri líðan er á leiðinni og ég verð bara að halda fast í það. Nú ætla ég að reyna að koma mér af stað í að byrja ð baða svo að ég verði einhverntíman búin að því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.