29.5.2006 | 15:19
Ævin er augnablik......
jæja þá er þessi helgi liðin sem betur fer og hún er sko ekki búin að vera sú léttasta. Á föstudagsmorguninn vaknaði ég við einhver læti í högnanum mínum honum pim og þegar að ég leit á hann sá ég að hann var lamaður í afturhluta líkamans og átti mjög erfitt með að anda, við sævar brunuðum með hann suður í garðabæ til dýralæknisins. Þar var hann settur beint í súrefni og gefið blóðþynnandi lyf en á klukkutíma eða svo voru fæturnar hans algerlega stirnaðar svo að það var ekkert hægt fyrir hann að gera. hann fékk bara að sofna svefninum langa. Ég ákvað nú samt í samráði við dýralækninn að láta opna hann til að finna út hvað hafi skeð og var hún að hringja í mig núna áðan og sagði mér að hann hafi verið með marga blóðtappa í lungum og nýrum þannig að ég ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afkvæmum hans því að þetta er ekki eitthvað arfgengt heldur svona eins og bara hjá okkur mönnunum að þetta getur í rauninni pompað upp hjá hverjum sem er.
Núna þessa dagana snýst allt rosalega mikið í kringum ketti,,,spessý eignaðist 5 kettlinga á fimmtudaginn nú svo veiktist pim á föstudaginn og núna er ég bara heima að bíða eftir að Fura gjóti en á að eiga núna einhverntíman á næstu 2-3 dögum. já og í gær setti ég út nýju heimasíðuna á netið en ég keypti mér domain www.fjalldrapa.com
Fórum í morgun að sækja um passa fyrir krakkana og eigum von á að fá þá í kringum 10 júní,,guð hvað það er farið að styttast í það að við förum til spánar núna eru það bara 30 dagar, ekkert smá fljótt að líða, mér finnst eins og það hafi bara verið í síðustu viku sem ég var að panta en þá voru rúmir 5 mánuðir í ferðina.
jæja ætla að reyna að gera eitthvað hérna, over and out
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.