1.6.2006 | 21:56
verðandi ljósmóðir :)
Yfirsetukona ! já það held ég að sé starfsheiti sem ég ber með rentu þessa dagana. Ég hef varla farið út fyrir hússins dyr í nokkra daga því að ég er svo mikið að bíða eftir að Fura komi nú með kettlingana en hún er nú bara þessi rólegast og nýtur þess bara að halda mér í gíslingu.
Extra Special (Spessý) eignaðist sína kettlinga fyrir viku síðan eða þann 25 mai og fæ ég einn kettling úr því goti,,það verður sko erfitt að velja úr þessu goti því allar læðurnar virðast líta mjög vel út , eins og er allavega, en það er allavega búið að velja nafn á læðuna sem ég fæ og verður það Breakfast At Tiffany´s
Vallý vinkona átti litla dömu í gær morgun rétt fyrir 7 eftir að hafa verið veik í c.a 2 sólarhringa úff krafturinn í þeirri gömlu og það með 5 barn, ég dáist að svona fólki, efast sko stórlega um að ég hefði orku í þetta.
ég hef svo sem ekki mikið að segja hérna núna svo að ég ætla bara að kveðja þar til næst
adios
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.