5.6.2006 | 22:59
2 litlir strákar fæddir :)
jæja þá aí þetta sinn,,,það er sko heldur betur búið að vera annasamir dagar hjá mér undanfarna daga. Vallý vinkona var að láta skíra hjá sér litlu dóttur sína á laugardaginn var og fórum við Elísabet í skírnina en það vildi nú ekki betur til en svo að við komum allt of seint til athafnarinnir, það var greinilega einhver misskilningur með tímann en við rétt náðum í endann á þessu en fórum svo í smá kaffi á eftir, Litla daman fékk nafnið Amelía Sól, mikið svakalega finnst mér þetta fallegt nafn. Svo fórum við í smá afmæli hjá Ágústu Björk en hún varð 7 ára.
Í gær morgun vakti Fura mig með að sleikja mig í framan :) en þá var hún byrjuð með einhverja hríðar en þær voru nú ekki neitt rosalega kröftugar en þó náði hún að koma frá sér einum litlum red point strák kl um 9:30 og var hann 86 grömm. svo virtist hún bara vera hætt en ég þóttist nú finna einverjar hreyfingar í kringum hádegi í gær en eftir að hafa talað við dýralækni og ræktanda lét ég eiginlega tala mig inn á að þetta hafi nú bara verið eitthvað rugl í mér. Fura var mjög óróleg í allan gærdag og endaði þetta með að ég fór með hana suður í garðabæ um miðnætti í gær og fékk þá staðfestingu á að það væri þarna lítill kettlingur og alveg sprell lifandi, það var reynt að koma henni af stað aftur og virtist það ganga ágætlega nema að þegar að við komum heim þá datt þetta allt niður aftur og enduðum við eina ferðina enn í garðabænum í morgun og fór Fura í keisara skurð og þá fæddist annar lítill strákur hahahaha og það nákvæmlega 24 tímum á eftir bróður sínum eða kl 9:30 í morgun og vóg hann 94 gr. sá yngri er búinn að vera mjög slappur og höfum við Hanna Björg verið í dag að berjast fyrir því að halda honum gangandi en hann er svo latur að hann vill engan veginn spena og sýgur ekki einu sinni túttu.
Ég var nú eiginlega búin að ákveða að far norður í land í dag og vera í 2 sólarhringa því að pabbi verður jú 55 á miðvikudaginn og eru hann og mamma Inga Hanna Elísabet og Stenni í sumarbústað þar , fóru í morgun og ætla að vera í viku. enég held að það sé nú nokkuð ljóst að þangað fer ég ekki því að hanna verður að vinna allan daginn á morgun og á miðvikudaginn og ég þori ekki að skilja kettlingana og furu eftri ein svona lengi, eða á meðan hún er að vinna .
nú ætla ég að reyna eina fferðina enn að koma litla krílinu á spena hjá mömmu sinni en kem með fleiri frétir seinna
over and out
Athugasemdir
já mamma mín... svona er þetta en sem betur fer gengur þetta betur núna ;) love yah long time
Hanna Björg (IP-tala skráð) 10.6.2006 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.