29.3.2007 | 20:02
fermingin yfirstaðin
jæja þá er loksins komið að því að blogga smá en það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér núna undanfarið. Litla barnið mitt var að fermast núna á sunnudaginn (25.03.2007) og gekk það allt saman eins og í sögu, við vöknuðum snemma og Hanna greiddi henni (hún var svakalega fín um hárið) og svo drifum við okkur í ljósmyndun og við tókum Bellu með og voru teknar nokkrar myndir af þeim saman. svo var farið heim og beðið eftir því að athöfnin ætti að byrja,,, sem sagt allt í mestu rólegheitum en þó með smá kvíða fyrir því að það átti að ferma heil 30 börn svo við vorum hrædd um að athöfnin myndi taka allan daginn en sem betur fer þá gekk þetta nú alltsaman frekar fljótt og athöfnin tók ekki nema c.a 90 mín. þá tók við smá bið aftur því við máttum ekki koma í salinn fyrr en 16.30 vegna þess að það hafði verið veisla fyrr um daginn. við mættum stundvíslega til að koma fyrir smá skraut sem hefði samt ekkert þurft því allt var þetta svo flott, fullt af flottum blómum og svoleiðis. Gstirnir voru að tínast inn alveg til að verða 6, það var boðið upp á forréttarhlaðborð, aðalréttarhlaðborð og svo kökur í eftirrétt og var þetta allt saman bara stórglæsilegt og erum bæði við og fermingarbarnið himinlifandi yfir því hvað þetta tókst allt saman vel og hvað þetta var flott og gott, gestirnir töluðu líka um það hvað þetta hefði verið flott svo að maður getur ekki annað en verið ánægður. Ég er líka þvílíkt fegin að vera búin með þennan pakka, búiin að ferma síðasta barnið :))))
en veisluhöld voru ekki búin þó fermingin væri yfirstaðin,,, ég átti afmæli á þriðjudaginn svo að það var bakað þann daginn og heitur brauðréttur settur í form enda kom fullt af fólki til mín um kvöldið :)) takk fyrir mig!!
Athugasemdir
Innilega til hamingju með dótturina,mig hlakka mikið til að sjá myndir og gott að allt gekk svona vel hjúkkkk !!!! síðasta ferminginn búin,en elsku Sigga mín !! til hamingju með afmælisdaginn þinn,það er svona að blogga ekki heilu vikurnar og svo talaði ég við þig í dag og ekkert neitt talað um afmælið þitt,þú mátt alls ekki gleyma sjálfri þér já og að blogga um svona lagað á afmælisdaginn þinn sjálfan skamm skamm !!!! en farðu vel með þig dúllan mín og við heyrumst vonandi fljótlega... knús og kossar til allra.. love
Dóra Maggý, 30.3.2007 kl. 01:39
Það eru komnar myndir dúllan mín :)
Sigríður Þóra, 30.3.2007 kl. 10:52
Hehehe.... skjót viðbrögð,frábærara myndir og hún Elísabet er rosalega falleg stelpa,takk fyrir dúllan mín að leyfa mér að sjá,knús og kossar.
Dóra Maggý, 30.3.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.