5.4.2007 | 12:46
5 apríl 2007 skírdagur
Það er nú búið að vera eitthvað lítið í gangi hjá mér núna undanfarið svo að ég hef verið svona að mestu bara í rólegheitunum. Mér er farið að líða mun betur sjálfri enda komin á lyfin mín aftur og þau loksins farin að virka en það er nú enginn smá tími að bíða í 3-4 vikur eftir virkni en sem sagt þetta er allt í áttina. ég er að vísu ekki farin að fara mikið út ennþá en það svona kemur held ég með tímanum.
helvítis Þvottavélin gaf upp öndina um síðustu helgi svo að við fórum í það að kaupa nýja,, þetta er held ég 5 þvottavélin á 7 árum og ég er sko alveg búin að fá nóg, nú keyptum við splunku nýja vél í Elko og ég keypti á hana auka tryggingu þannig að ef eitthvað kemur fyrir hana næstu 5 árin, sama hvað það er þá fáum við það bætt okkur að kostnaðar lausu.
af kisumáluum er það að frétta að Lilac á von á sína fyrsta goti núna um miðjan apríl og svona óvænt komst ég að því að Lovely á sennilega von á sér líka ,, allt í einu er hún bara komin með svaka bumbu,, það er ekkert rosalega sniðugt þar sem hún er nýbúin að eiga kettlinga og þeir eru ekki nema 14 vikna, og til að gera þetta enn verra þá hef ég auðvitað ekki hugmynd um það hvenær hún á að gjóta því ég veit auðvitað ekkert um það hvenær fressinn fór á hana,, þau hafa greinilega farið að þessu með mikilli leynd því enginn á heimilinu tók eftir einu né neinu. bót í máli er þó að ég var bara með einn ógeldann högna á heimilinu þannig að það er allavegana ekkert vafamál hver er pabbinn hahahahaha. Hún er þá að koma með 4 gotið sitt á 2 árum sem þýðir að ég þarf að fara að vesenast í að fá undanþágu hjá ræktunarráði til að fá ættbækur á þetta got. ekki gaman.
ég er ennþá með 2 óselda kettlinga hérna heima svo að ég hugsa að svona á næstunni verði ég að fara að auglýsa þau, þau eru bara æðisleg bæði tvö svo kúrin og skemmtileg en þó rosalega róleg þannig að ég finn nú svo sem ekkert fyrir þeim og finnst sko ekkert leiðinlegt að fá að hafa þau aðeins lengur.
Elísabet fékk Ísafjarðar ferð í fermingargjöf frá Vallý og Tönju og fóru þær vinkonurnar vestur á síðastliðinn föstudag og ætla að vera yfir alla páskana hjá Amelíu það er víst svaka fjör hjá þeim, Sævar fór á sjóinn í fyrrakvöld og verður á sjó yfir páskana, Hanna, Helgi og Alexandra eru í húsinu hjá Tengdaforeldrum Hönnu núna en ætla að kíkja um helgina í sumarbústað til þeirra þannig að við Gabríel erum bara 2 heima yfir alla páskahelgina, ég var ekki alveg að sjá fram á að ég nennti að fara að elda eitthvað fínt fyrir okkur 2 á páskadag svo að ég hringdi í pabba og mömmu og betlaði út matarboð fyrir okkur :)
á morgun er föstudagurinn langi, hmmm ég er fædd á föstudeginum langa árið 1970 á ég þá ekki svona semi afmæli á morgun hehehehhehehe
Athugasemdir
Hæ, hæ elsku mágkona;) Fyndið að nota þetta orð;) Það er eins og við séum einhverjar gamlar kellingar;) Vildi bara þakka kærlega fyrir síðast, ekkert smá gaman þegar við komum öll svona saman:) Finnst æðislegt að vera komin í svona stóra fjölskyldu:) þar sem mín er nú ekki stór. Svo eruð þið öll svo hress og kát og það liftir manni upp þegar maður er eitthvað lítill inni í sér. Veistu, þú ert sko bara ekki neitt ómöguleg eða vonlaus. Mér þykir alveg rosalega mikið vænt um þig og alla í þinni fjölskyldu og það er svo frábært að allt skuli vera farið að ganga svona vel hjá ykkur. Elísabet var algjör perla á fermingardaginn og stóð sig mjög vel og var rosalega sæt og bara yndisleg eins og hún er alltaf. Svo var gaman að sjá hann Gabríel í gær. Mér finnst alltaf svo vænt um hann, hann er svo yndislegur og á eftir að verða frábær ungur maður ef hann bara heldur sig frá þessum efnum. Og hún Hanna þín er svo frábær í þessu nýja hlutverki sínu:) Þú hefur sko bara víst staðið þig vel með þessi börn! Og mátt alveg vera montin af þeim:)
Ég veit að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Maður er stundum eitthvað niðurdreginn eða dapur. Þá er um að gera að tala við einhvern sem maður treystir. Ég hef fundið að mamma, sem á við þunglyndi að stríða, getur talað við mig (þó svo að hún leyni pabba hinu og þessu). Eins er ég svo ánægð með að hafa fundið hann bróður þinn af því að hann hefur verið mín stoð og stytta. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég byrjaði að vera með honum að ef til vill ætti ég við smá þunglyndi að stríða. En hann sá það strax og finnur um leið ef ég er eitthvað döpur eða langt niðri. Þá tekur hann utan um mig og leyfir mér að gráta ef ég þarf og við tölum saman þar til að mér líður betur:) Hann er svo góður við mig og ég veit að hann á eftir að verða frábær í nýja hlutverkinu sínu:)
Alla veganna, ég er búin að skrifa allt of mikið hér;) en það sem ég vildi sagt hafa er að mér þykir mjög vænt um þig og er hér fyrir þig, ef þig langar að tala:) eða bara eitthvað:) Kveðja María og bumbukrílið;)
María (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.