12.6.2006 | 12:13
Ég fór í sveit og ligga ligga lá...
Það er nú heldur betur búið að vera gaman hjá okkur þessa liðna helgi. Við ákváðum að skella okkur í bústaðinn til mömmu og pabba á föstudaginn þegar að Hanna og Helgi komu heim. Þau tóku þá við að passa Furu og litlu ungana sem bara þyngjast og þyngjast og eru bara að verða algerar bollur.
Þegar að við komum norður þá byrjuðum við Elísabet og Inga Hanna á því að fara yfir á Sauðarkrók til að komu Dóru aðeins á óvart á meðan sævar fór auðvitað beint út í á að veiða. Dóra fékk auðvitað tilfelli þegar að við komum,,,alltaf jafn gaman að koma henni á óvart hehehehehe. þegar að við komum til baka þá hafði sævar komið í hús næstum grátandi því að hann hafði jú fest í þann allra stærsta fisk sem hann hefur fest í en auðvitað n´´aði hann að slíta sig lausann með flugu, taumenda og öllu saman, en svo kom hann stuttu seinna með einn ágætis urriða c.a 4 pund eða svo, og svo voru Guðbjörg og Axel komin á svæðið líka.
Á laugardaginn fórum við að skoða Glaumbæ og það var soldið gaman að sjá þetta, allt svona í upprunalegri mynd. eftir hádegi fórum við Sævar og Elísabet svo í heimsókn á Álfgeirsvelli til Siggu og Jóns og þar fékk Elísabet að fara í fjósið að mjólka og svona og fannst henni þetta alveg frábær upplifun og endaði þetta með því að hún sníkti út smá sveitadvöl þegar að við komum heim frá spáni :) Ragna Vigdís og Rabbi komu líka í heimsókn á meðan að við vorum þarna. um kvöldið fórum við svo eina ferð í viðbót til Sauðarkróks ,,enn og aftur til að koma Dóru á óvart en hún hafði ekki hugmynd um að Guðbjörg væri líka þarna fyrir norðan, enn og aftur fékk ´Dóra tilfelli hahahahaha þetta er svo gaman :)
Í gær Sunnudag fórum við aftur til Siggu og Jóns og í þetta skiptið var ferðinni heitið þangað til að sjá þegar að beljunum væri hleypt út í fyrsta skiptið þetta árið. Þvílíkur hamagangur og læti hahahaha. við stoppuðum hjá þeim alveg í nokkra tíma rosalega fínt. þegar að við komum aftur í bústaðinn fór ég aðeins niður að á og kastaði nokkrum sinnum en það var svo mígandi rigning að ég gafst nú fljótlega upp, þá orðin svo blaut að það hefði mátt vinda úr hverri spjör og ég ekki með nein aukaföt :) ég fékk lánaðar náttbuxurnar hennar Elísabetar og fór svo í því suður rétt eftir kvöld mat.
þegar að ég kom heim þá sá ég engann smá mun á kettlingunum, þeir höfðu 50-60 gr bara yfir helgina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.