kominn tími á blogg??

já ég held að það sé alveg kominn tími á smá færslu hérna enda hef ég sko ekki verið sú duglegasta upp á síðkastið en hérna hefur verið ýmislegt í gangi. Elísabet fór Vestur yfir páskana eins og ég gat um í síðustu færslu og hún skemmti sér alveg ágætlega en ég held að hún sé samt alveg læknuð af "að flytja á Ísafjörð" veikinni hún komst að því að þetta væri frekar dauður bær þrátt fyrir að hún hafi verið þarna á þeim tíma sem mest er um að vera hahahahaha en já auðvitað er hún líka bara búin að missa öll tengsl við krakkana sem hún þekkti þarna. Hún var allavegana rosalega ánægð að koma heim, enda komin með heimþrá. Ég og Gabríel höfðum það alveg extra rólegt um páskana enda bara 2 heima og ég nennti ekki einu sinni að elda svo að uppistaðan í fæðinu hjá okkur þessa daga var brauð, súrmjólk og/eða skyr.is en svo fórum við í mat til mömmu og pabba á páskadag og það var æði, þar hittist öll fjölskyldan og borðuðum við æðislegan mat saman, Hanna og Helgi komu óvænt einum degi fyrr úr sumarbústaðnum svo að þau komu líka í matinn :) æji ég er nú ekki frá því að ég hafi verið farin að sakna hennar Alexöndru þó að hún hafi bara verið í burtu í 3 daga og ég var svo glöð að sjá hana aftur. Ég gæti sko bara ekki hugsað mér lífið án hennar í dag hún er bara mesta ömmuyndið :)

Sævar kom í land á þriðjudaginn og á miðvikudaginn þá tilkynnti Hanna Björg okkur það að þau væru að spá í að flytja heim til foreldra Helga........ þetta var smá sjokk en hún sagði að þau myndu gera þetta bara í rólegheitunum og flytja kanski eftir 1-2 vikur en þar sem hún þjáist af sömu strax veikinni og mamma sín þá var hún auðvitað flutt með flest sitt hafurtask á fimmtudagskvöld!!!! Ég held að þetta verði soldið erfitt ef að hún verður ekki dugleg að koma til okkar með litlu snúlluna okkar, ég á eftir að sakna hennar svo svakalega.

Ég ákvað að nota þá bara herbergið sem hún var í undir kisu búrin og það dót sem fylgir köttunum og svo er ég að spá í að ná í svefnsófann minn til mömmu til að hafa þarna inni líka því þá eta þau öl komið og gist hjá okkur þegar að þau vilja, ég ætla líka að verða mér úti um rimlarúm og matarstól til að hafa hérna heima svo að við höfum alla aðstöðu til að taka litlu dúlluna okkar í heimsókn. þanig að núna er ég bara að reyna svona að gera þetta fínt í rólegheitunum og búa til smá horn inni í mínu herbergi fyrir rimlarúmið og svona.

af kisumálunum er það að frétta að ég átti voná 2 gotum núna á næstu dögum, Lilac átti að gjóta einhverntíman um helgina og byrjaði hún í gær,, það fór að blæða frá henni og hún var mjög óróleg ég fór að sofa einhverntíman seint og síðarmeir þegar ekkert virtist vera að ganga en svo í morgun þegar að ég vaknaði þá var hún búin að skila af sér 2 tómum líknarbelgjum en ekkert meira þannig að ég er bara ekkert svo viss um að það sé eitthvað meira í henni en hún er að vísu frekar óróleg ennþá en engir samdrættir eða neit hjá henni. Lovely á líka að fara að gjóta einhverntíman á næstu dögum og var ég eiginlega að vona að hún kæmi bara með þetta á svipuðum tíma svo að ég gæti þá allavegana látið Lilly taka að sér einnn eða tvo frá lovely en já ég fæ víst engu um þetta ráðið og Lovely er ennþá bara í rólegheitunum og er ekkert að stressa sig yfir lífinu og tilverunni.

PS: María takk æðislega fyrir kommentið við síðustu færslu, já þetta þunglyndi getur verið alveg helvíti á jörð og skilur það enginn nema hafa reynt það af eigin raun en núna er þetta allt á uppleið hjá mér og mér líður mun betur núna enda komin á lyfin mín aftur og tek þau samviskulega :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Gleðilegt sumar dúllan mín,ég vona að þú og þín fjölskylda hafið það gott og skemmtilegt í sumar...knússsss......

Dóra Maggý, 19.4.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband