22.4.2007 | 12:07
Ein í Heiminum....
Já mér líður svolítið þannig þessa dagana hahahahahaha þó ekkert neikvætt. þetta er kanski ósköp eðlileg líðan þegar að börnin manns eru að flytja að heiman, þá er allt í einu svo tómt hérna heima. mest sakna ég þó hennar Lexu pexu svo að ég held að það fari að koma tími á að ég bara sæki hana og hafi hana yfir nótt enda ekkert mál núna þar sem ég fór í síðustu viku og keypti handa henni rúm, sæng,kodda og sængurvera sett, nú er hún með allt til alls hjá ömmu sinni
Elísabet er líka lítið búin að vera heima, mikið upptekin af öllum vinunum eins og gefur að skilja. Nennir sko ekki að hanga heima yfir mömmu gömlu. Gabríel minn ætlar sko ekki að gera það endasleppt,,,, hann var byrjaður í vinnu, fékk vinnu í krónunni og líkaði ágætlega að eigin sög svo að ég var bara nokkuð ánægð með strákinn og vonaði auðvitað að þetta myndi nú endast eitthvað lengur en vanalega en nei maður má vist ekki byggja upp neinar skýjaborgir með drenginn. ég hef ekki heyrt í honum núna í viku, ég veit ekki betur en að hann hafi mætt í vinnuna á mánudaginn síðastliðinn en svo hef ég hvorki heyrt né séð af honum síðan. Ég ákvað að vera ekkert að hringja í hann fyrst að hann svaraði mér ekki á mánudagskvöldinu en pabbi hans hefur víst eitthvað verið að reyna að ná í hann en hann svarar ekkert símanum, ég segi samt eins og ég hef sagt áður að ég veit að hann er á lífi á meðan að vinir hans eru ekki að hringja hingað heim og spyrja um hann,,þá er hann greinilega með þeim eða þeir vita allavegana hvar hann er að finna.
Ég sit enn og bíð eftir því að Lovely gjóti en ekkert bólar á því, ég er farin að halda að hún ætli að ganga með eins og beljan eða í níu mánuði en ekki níu vikur. ég veit svo sem ekkert hvenær þetta á að koma hjá henni þar sem þetta var svona leyniskot sem enginn vissi af fyrr en hún var komin með bumbu þannig að sennilega er hún bara ekkert komin á tíma hahahahaha en hún er orðin alveg svakalega sver og maður sér hreyfingu á kettlingunum í margra metra fjarlægð hahahahaha.
já þá er loksins komið sumar samkvæmt almanakinu en hvort að það eigi eftir að koma eitt eða tvö hret í viðbót veit maður ekki en það kæmi nú ekki á óvart,,,þar sem aldrei er hægt að treysta neinu þegar kemur að veðri hérna í þessu banana lýðveldi sem við búum í.
en sama er Sumar og sólarkveðja til ykkar allra.......knús
Athugasemdir
Hæ, hæ elskan. Já það er örugglega skrítið að hafa ekki hana Alexöndru hjá sér allan daginn;) Hún verður bara að vera dugleg að koma í heimsókn til afa og ömmu:) fyrst þú ert búin að gera svona fínt fyrir hana:) Takk fyrir sumarkveðjuna. Já það verður sennilega ekki jafn mikil sól og var hjá mér síðasta sumar;) og er ég bara fegin því. Annars er allt gott að frétta héðan af Garðaveginum. Bróðir þinn er voða duglegur að pússa allt hérna, eldhúsborðið er orðið ekkert smá fínt og svo er hann að ditta svona að hinu og þessu. Bumbubúinn er alltaf að láta bæra meira og meira á sér, og er bara hraustur. Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra;) Kveðja María.
María (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.