Í þá gömlu góðu daga..

þá er maður orðin barnapía aftur Ullandi Ágústa Björk og Halldór Jóhann Sævar eru komin til að vera hjá mér yfir helgina á meðan foreldrarnir skelltu sér í útilegubrúðkaup Glottandi þetta er nú svona svolítið skrítið að vera allt í einu vakin með frösum eins og " ég er svo svöng" ég vil...." má ég?" svo að ég dreif mig á fætur hér fyrir allar aldir til að gefa börnunum að borða og sit svo hérna með þeim að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu. hahaha já það er nú eiginlega soldið fyndið hvað maður er svo algerlega kominn út úr þessum pakka og getur nokkurnvegin hagað lífinu bara nákvæmlega eins og manni dettur í hug, sofið þegar að maður vill og svoleiðis, enda jú með bara hálf fullorðin börn.

Ég man þegar að börnin mín voru svona lítil hvað ég talaði oft um hvað mig hlakkaði til þegar að þau yrðu unglingar því þá þyrfti maður svo lítið fyrir þeim að hafa, en guð minn góður ekki er það léttara í dag þegar að þau eru loksins orðinir unglingar, bara allt öðruvísi erfitt og nú dettur maður stundum niður í að hugsa ohhh hvað það væri nú indælt ef að þau væru orðin lítil á ný.

ætli maður myndi gera hlutina öðruvísi ef að maður fengi að upplifa þetta allt aftur? ég er nú ekki svo viss um að ég myndi gera marga hluti öðruvísi en einhverja þó, maður hugsar oft þegar þegar að það er erfitt, hvað gerði ég vitlaust í uppeldinu, hvers vegna hagar hann/hún sér svona, en ég kemst eiginlega ekki að neinni niðurstöðu í þeim málum þannig að ég veit ekki einusinni hverju ég ætti að breyta ef að ég gæti breytt einhverju.

Hvers vegna er barnið mitt svona latt að það nennir ekki að vinna heldur vill það lifa á sníkjum og betli og jafnvel þjófnaði og finnst bara ekkert athugavert við það líferni?  hvers vegna lendir barnið mitt í klóm eiturlyfja og getur ekki séð neitt nema töff við það? Afhverju lýgur barnið að mér og jafnvel spinnur upp heilu sögurnar sem það trúir jafnvel sjálft? Afhverju,,afhverju,, afhverju ég held að ég geti endalaust komið með spurningar og það án þess að fá nokkur svör við einu né neinu.

nei ég held að það sé alveg sama hvað ég reyni að velta þessu fyrir mér þá kemst ég ekki að neinni niðurstöðu, það verður bara til þess að manni líður bara mikið ver svo það er kanski bara best að reyna að vera ekkert að velta þessu fyrir sér....en í þá gömlu góðu daga þegar að börnin voru lítil þá voru það sko miklu smærri vandamál sem maður átti mun auðveldar með að leysa ,,þá maður sæi það ekki alveg þá og hlakkaði til unglings áranna !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband