Vinur í grennd

ég sá þetta fallega ljóð inn á heimasíðu sem ég heimsæki mjög reglulega og fann hjá mér mikla þörf til að setja það hérna inn á bloggið mitt. þetta er svo fallegt og svo umhugsunarvert.. 

 

Vinur í grennd
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ svís,ég er svooo sammála þér,þetta er ekkert smá fallegt ljóð,og segir svo margt. En það er alltaf gaman að koma hér v ið og kvitta,sjáumst hressar og kátar,kv.Dóra besta :)

Dóra besta.... (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 00:13

2 Smámynd: The suburbian

Hæ pæ og takk fyrir kveðjuna, ég ætla líka að setja þig inn hjá mér.....kv. Berglind.

The suburbian, 27.6.2006 kl. 11:52

3 identicon

Hæ skvís,þú ert örugglega á fullu við að pakka niður,og að drepast úr spenningi :) þetta er frábært hjá ykkur og góða ferð og njótið ferðarinnar,ég hugsa til ykkar hér á klakanum á meðan :)að deyja úr öfund,skilaðu kveðju til allra,kv.Dóra vinkona.... :)

Dóra besta.... (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband