30.4.2007 | 19:56
Týndi sonurinn...
kominn heim loksins, eftir 14 daga útiveru og engin svör frekar en vanalega þegar maður spyr. nú hann er bara búinn að vera hér og þar,, hann er bara búinn að vera að gera hitt og þetta já sem sagt engin almennilega svör..
Við vorum að passa litlu ömmustelpuna á laugardagskvöldið og kíktum suður í hafnarfjörð til mömmu og pabba með hana en litla daman var ekki hress með þá heimsókn og vildi ekkert af fólkinu á Arnarhrauninu vita, grenjaði bara á þau þannig að við fórum bara aftur heim eitthvað rúmlega níu. Ég þurfti svo að rugga henni í svefn því daman var sko ekki á því að fara ein að sofa inn í rúmi hahaha og svo var það auðvitað rise and shine kl 5 á sunnudagsmorguninn hahaha já hún kann sko lagið á þessu prinsessan og auðvitað skreiddist amman á fætur með snúllunni til að fara fram að leika og borða morgunmat.
Þá er draumurinn hans Sævars orðinn að veruleika svona að hluta til,,, hann er loksins kominn á fullorðinn jeppa, eins og hann kallar það, en við keyptum gamlann Pajero jeppa á sunnudaginn sem er alveg draumur í dós að keyra á miðað við hræið sem við höfum verið að skottast á en fordinn er svo mikið bilaður að það tekur því ekki að gera við hann svo við höfum verið að nota suzuki jeppann sem sævar keypti til að nota sem vinnubíl en það er varla hægt að kalla það bíl hahahahaha. En allavega þá er hann nógu stór til að maður getur verslað í matinn og tekið það heim í einni ferð hahaha það er eitthvað meira heldur en hægt er að segja um súkkuna.
Athugasemdir
það er nú gott að sonurinn skuli vera búinn að skila sér heim , það er bara vonandi að hann verði nógu lengi til að það sé hægt að koma honum burt í götusmiðjuna eða einhvað slíkt.
Til hamingju með jeppann, nú eiga bara yngri systkinin eftir að fá sér pajero og þá getum við bara öll farið í pajero jeppaferð haha.
síjú.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 12:24
Gott að drengurinn er komin heim loksins !!! já og endilega að reyna að koma honum ígtusmiðjuna á meðan að þú getur það,bara að vera nógu frekur og láta engann segja sér hvað er honum fyrir bestu,þú ert með völdin ennþá... og til hamingju með jeppann,hahaha.. þá getum við öll farið saman í jeppaferð já eða bara verslað saman og tekið allt með í einni ferð hehehe..... farðu vel með þig dúllan mín og gangi þér vel með þetta allt og til hamingju með nýjustu ketlingana,þúsund kossar og knús til ykkar...luuv....
Dóra Maggý, 4.5.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.