27.5.2007 | 11:41
langt síðan síðast
já ég hef sko ekki verið sú duglegasta upp á síðkastið að skrifa hérna inn enda kanski ekki svo mikið að ske hérna hjá okkur.
við skruppum norður í skagafjörð til siggu og jóns síðastliðinn mánudag og stoppuðum´fram á föstudag, ætluðum að vera fram á sunnudag en sævar var kallaður á sjó þannig að við þurftum að bruna í bæinn. þetta var rosalega fínt og sævar var rosalega ánægður með að komast loksins í sveitina, hann elskar þetta sveitastúss, ekki það að mér finnist það eitthvað leiðinlegt :))
Hanna var hérna heima á meðan og hugsaði um kisurnar fyrir mig á meðan og það gekk bara rosalega vel en henni fannst þetta soldið mikil vinna hahahaha.
Ég kíkti aðeins óvænt á Dóru Maggý á þriðjudaginn hahaha það er alltaf svo gaman að mæta bara hjá henni og sníkja smá kaffi,, hún ætlar held ég aldrei að læra það hvernig ég er og bregður alltaf jafn mikið hahahaha já hún er sko orðin myndarleg enda ekki nema einhverjir 2 mánuðir eftir þar til hún verður orðin 4 barna móðir :)
ég ætlaði nú alltaf að ná því að kíkja á hana aftur áður en ég færi suður en það kom svo óvænt að við þyrftum að fara að það náðist ekki,,,, sorrý Dóra mín, ég kem bara aftur seinna í sumar þá verður þú komin í frí svo að það ætti ekki að vera neitt mál.
over and out
Athugasemdir
það er alltaf svoo gaman þegar að þú kemur svona óvænt í kaffi,en þó að tíminn var stuttur þá skemmtum við okkur vel saman og alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn já og núna getur þú komið hvenær sem er,því að ég er bara heima að dúllast í allt sumar,hlakka til að sjá meira af þér og þínum,passaðu þig bara,ég gæti líka komið svona óvænt hehehe.... sjáumst....
Dóra Maggý, 2.6.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.