slæmir dagar / góðir dagar

Victoria

Það hefur heldur betur allt gengið á aftur fótunum síðustu vikuna, kettlingarnir hennar Candý veiktust hver af öðrum og þrátt fyrir að við höfum sett þau á pensillín og fengum lánaðann súrefniskút og útbjuggum súrefniskassa hérna heima fyrir þessi grey þá kom allt fyrir ekki og nú er bara ein læða eftir í gotinu, hún dafnar að vísu rosalega vel og er búin að þrefalda þyngdina sína 9 daga gömul, hún er líka rosalega flott dýr sem er auðvitað bara kostur.

 

Við Hanna  fórum svo með Elísabet í sveitina á miðvikudaginn, svo renndum við á krókinn til Dóru Maggý og fengum gistingu þar eina nótt. Á fimmtudagsmorguninn brunuðum við á skagaströnd til að ná á Sævar rétt á meðan að hann stoppaði í landi, hann varð jú öldungur þann daginn eða 43 ára, við færðum honum tertu og annað bakkelsi í tilefni dagsins. Við ákváðum að kíkja svo í kaffi til Helgu Þórey á Akureyri svo að ferðinni var heitið þangað og stoppuðum við hjá henni til rúmlega 4, komum svo við í Brynju til að fá okkur ís. Á leiðinni suður komum við aftur við á Álfgeirsvöllum og var okkur boðið í mat þar, dýrindis nautasteik, rosalega gott. Við ætluðum svo að reyna að fara í fyrra fallinu suður en fórum aðeins út í fjós til að kíkja á litla hænu unga sem voru að klekjast út og það var svo spennandi að við alveg gleymdum tímanum og vorum því ekki að leggja í hann fyr en um 23:30 og vorum svo komnar í bæinn rétt fyrir 3, alveg dauðuppgefnar.

 

Talvan mín þurfti jú líka að taka upp á því að bila í vikunni og svo hrundi heimilistalvan þannig að nú er ég með einhverja handsnúna ferðavél sem fer nú örugglega bara beint upp á Árbæjarsafn eftir að ég fæ mínar í lag.

 

Við fjölskyldan ákváðum að gefa gamla manninum heimabíó í afmælisgjöf og beið það eftir honum núna þegar að hann kom heim á föstudaginn,,je minn hvað hann var glaður þegar að hann fattaði hvað þetta væri (sem var þó áður en hann opnaði pakkann) en það tók sko tímana tvo að tengja þetta dótarí og var búið að hringja út um allan bæ til að fá ráðleggingar en ekkert gekk, rúmum sólarhring seinna kom þetta nú og voru þetta svo bara stillingaratriði eftir allt saman.

 

En já ég ætla að vona að lífið fari nú að taka á sig rétta mynd þar sem allt hefur gengið á afturfótunum í dálítinn tíma,,manni finnst nú bara vera kominn tími til.

Ég ætla nú að skella hérna inn mynd af litlu dömunni sem er eftir í þessu goti hérna,, bara svona fyrir hana Maríu,,,já auðvitað verður hún hérna ennþá María þegar að þú kemur heim aftur J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,til hamingju með hana Viktoríu,hún er mjög falleg,gott að hún Arna mín er ekki nálægt núna he he he.... til hamingju með kallinn,það hefði verið gaman að sjá svipinn á honum þegar að hann opnaði pakkann :) skilaðu kveðju,kv.Dóra vinkona .)

Dóra besta. (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband