lítið að frétta

Frá okkur hérna í Hraunbænum er bara allt ágætt að frétta, Elísabet er búin í skólanum og fékk einkunnirnar sínar í morgun, ég var svo sem ekkert rosalega sátt við þær þannig séð en jú jú þær voru ágætar málið er bara að ég veit að hún getur betur. hún byrjar svo í vinnuskólanum á mánudaginn en byrjaði í gær að passa fyrir Svönu og ætlar hún að vera í báðum störfunum þar til við förum út til Spánar eða þann 19 júlí. Gabríel hefur haldið sig að mestu heima við undanfarna daga og ég er búin að ná loksinsí hana Helgu hjá barnaverndarnefnd og bjóst hún við að hann kæmist inn á götusmiðjuna um miðjan júlí, ég ætla bara rétt að vona að það náist áður en við förum út svo að þetta verði nú ekki eitthvað svaka mál, ekki fær hann að vera hérna einn heima.

Alexandra er byrjuð í pössun hérna hjá henni ömmu sinni og er það bara svaka fjör enda erum við svaka góðar vinkonur þessa dagana, við vorum að vísu bara hérna heima í morgun því snúllan var svo slöpp og algerlega raddlaus og svo fór hún til læknis eftir hádegi og kom þá í ljós að hún var með svona svakalega barkabólgu og var farið að þrengja að í hálsinum þannig að hún átti erfitt með öndun,,(var með hvæsandi öndun) en hún fékk stera hjá doksa og var hún strax orðin mun betri núna í kvöld. Við vorum að spá í að kíkja í heimsókn til Vallý og Amy í fyrramálið og lofa afanum bara að sofa aðeins Wink hann er orðinn svo gamall greyjið að honum veitir sko ekki af, kominn með gleraugu og alles LoL

 

lov u all


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband