Helgin liðin og beðið eftir næstu

Á föstudaginn fór strákurinn út af heimilinu, hversu lengi hann verður að heiman er ómögulegt að segja en við komumst að því að hann er búinn að rúa okkur inn að skinni,,hann er búinn að stela frá okkur þeim evrum sem að við komum með heim frá Spáni ásamt því að fara með d´dosaupptakarann á baukinn okkar og tæma hann næstum því,,þá fengum við nóg, ég ætla ekki að þurfa að vera hér heima öllum stundum eingöngu til að passa upp á það að öllu verðmætu verði stolið. Þetta var auðvitað erfitt en hvað á maður að gera þegar barnið hagar sér svona, hann vill ekkert annað en að vera með þessum hasshausum, ekki nennir hann að vinna eða reyna að gera eitthvað uppbyggjandi í lífinu.

 Við skruppum í kaffi til Helgu Dóru og voru þau hjónin á leið í sumarbústaðinn yfir helgina og buðu okkur með, það var mjög gaman og svo fengum við líka svo gott veður og ekki spillti það. Á laugardeginum var sól og rétt um 20°c, það gerist nú ekki mikið betra en það á Íslandi. Við spjölluðum auðvitað alveg heilmikið og kom sú uppástunga að þau ásamt hinum systrum Sævars kæmu líka til Benedorm á næsta ári á sama tíma og við,, ef að af því verður þá fer þetta nú að nálgast heilann her sem fer saman á næsta ári,,eða náum að hálf fylla þotuna hahahahahaha.

Ég talaði við Elísabet á laugardagskvöldið og var hún þá komin með svo mikla heimþrá að við ákváðum að hún kæmi bara með rútunni heim næsta dag þannig að við keyrðum bara beint úr Svínakoti og niður á BSÍ og náðum í hana,, það var ferlega skrítið fannst mér að koma þarna inn, maður hefur ekki komið þarna í mörg mörg ár og ég einhvernvegin var búin að ýminda mér að það væri miklu sóðalegra þarna og jafnvel að maður sæi bara róna og svona óþjóða lýð en það var bara allt annað upp á teningnum því að þetta var allt saman mjög snyrtilegt og öllum til sóma.

Nú eru ekki nema nokkrir dagar í verslunarmannhelgina og auðvitað er maður farinn að spá helling í það hvernig veðrið kemur til með að vera,,eftir því sem mér sýnist þá segir langtímaspáin að það verði fínt hérna fyrir sunnan, eða já allavegana besta veðrið svo nú er bara að leggjast á bæn og vona það besta

Hanna Björg og Helgi eru núna heima hjá foreldrum hans að passa húsið og Elísabet er hjá Tönju þannig að við hjónakornin eru bara ein heima aldrei þessu vant og finnst það eiginlega bara soldið skrítið,, það er mjög sjaldan sem það skeður en þó oftar og oftar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku dúllan mín,já þetta hlýtur að vera alveg ofboðslega erfitt,maður getur ekki ímyndað sér,fyrr en maður lendir í þessu sjálfur með sín eigin börn,sem ég vona að ég eigi ekki eftir,en ég kem hugsanlega suður í næstu viku,er þá ekki komin tími á kaffihús og pústa???? verð í bandi,heyrumst,þín Dóra Maggý...

Dóra vinkona. (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband