4.8.2006 | 16:54
Þá er loksins komin verslunarmannahelgi
já og það hefur nú ýmislegt gengið á í vikunni. Við Sævar fórum og keyptum vagn fyrir litla barnabarnið á þriðjudaginn og auðvitað var verslað eitt og annað fyrir veiðiferðina sem við erum á leiðinni í núna um helgina svo hefur vikan svona einkennst af spenning fyrir helginni, það er svo fyndið að þetta er í 11 sinn sem við förum í fjölskyldan förum í Djúpavatn um versunarmannahelgina og það er alltaf jafn mikil spenna.... það er alltaf eins og það séu að koma jól. Meira að segja kom týndi sonurinn heim á miðvikudagskvöldið og hefur ekki komið annað til greina hjá honum en að fara á Djúpavatn,,,hann hefur ekki einu sinni minnst á að strákarnir séu að fara á einhverja útihátíð eða eitthvað þaðan af verra og langi til að fara með.
en allavegana þá erum við að leggja í hann í þessum töluðu orðum svo ég verð að hætta svo að ég verði nú ekki skilin eftir heheheheh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.