komin heim aftur :)

Djúpavatn

Jæja þá er enn ein verslunarmannahelgin enn liðin og við komin heim frá Djúpavatni. Þetta var alveg hreint bara fín helgi og ég held bara að öllum hafi liðið bara ágætlega. Það var mikið reynt að veiða en það kom nú bara lítið sem ekkert á land nema einn 4 punda regnbogasilungur sem Sævar fékk strax á fyrsta kvöldi svo komu 3 pundarar,1 bleikja og 2 urriðar,,og allir þessir ætu komu í hlut okkar fjölskyldu en auðvitað komu svo einhverjir tugir titta sem eru kanski 100-200gr og varð að drepa eitthvað af þeim vegna þess að þeir höfðu alveg kokgleypt maðkinn en svo voru það einhverjir sem fengu líf. Ég fór út með flugustöngina hennar mömmu og pabbi kenndi mér að kasta, það gekk líka bara svona ljómandi vel. Það var mikið minna spilað en undanfarin ár og enn minna drukkið og ekki fannst mér það verra.

Ég ætla að setja inn hérna einhverjar myndir svo að María geti nú séð hvað það var gaman hjá okkur ,,,,Óli kom aðeins í heimsókn á laugardeginum og þá var tekin smá mynda syrpa af honum þar sem að hann vildi nú endilega pósa fyrir myndavélina hahahahaha


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi, hi. Ja tad var leidinlegt ad missa af tessari helgi. Ef eg hefdi getad komid heim i fri ta hefdi eg valid tessa helgi, hahahaha:) Og er eg ekki buin ad fara oft!! Gott ad Gabriel var med ykkur:) Hlakka til ad sja ykkur oll aftur og auddda kisurnar lika;)

Maria (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband