7.7.2007 | 01:23
Skammast mín....
Já ég skammast mín nú svolítið fyrir hvað ég hef verið löt við að blogga, það er kominn heill mánuður síðan síðast.
það hefur nú svo sem ýmislegt skeð síðustu 4 vikur eins og t.d fjárfestum við í gömlum tjaldvagni og erum búin að fara í útilegu 3 helgar í röð sem er búið að vera bara rosalega gaman, það er enginn smá munur að fara í útilegu þegar að maður þarf ekki að sofa í gamla góða tjaldinu. Fyrst fórum við á þingvelli og var það jafnframt fyrsta útilegan hennar Alexöndru og fannst henni þetta bara rosa fjör helgina á eftir fórum við í Þórsmörk með mömmu og Pabba, Guðbjörg, Axel og strákunum, Hönnu, Helga og Alexöndru og svo Lenu og Dóra (vinafólk m & p) það var rosalega gaman enda hef ég ekki komið þangað síðan ég var c.a 4 ára nú helgina þar á eftir fórum við í Þrastarskóg, sama gengi og helgina á undan nema Lena og Dóri. það var nú heldur betur fjör þar og ýmislegt sem gekk á þar á tjaldstæðinu, miklar heimiliserjur í næsta tjaldi á föstudagskvöldinu svo að það þurfti að kalla til lögreglu og svo á laugardagskvöldinu var bíll eyðiagður á bílaplaninu svo aftur þurfti lögreglan að koma,,, þetta var nú eitthvað fyrir hann Gabríel minn hahahaha nóg að gera í að fylgjast með þessu öllu.
Nú talandi um Gabríel þá er hann búinn að samþykkja meðferð í götusmiðjunni og erum við búin að fara í viðtal niður á barnaverndarnefnd og er hann kominn með umsókn í kerfið, hún sem sér um hans mál þar ætlar að gera það sem hún getur til að ýta á eftir þessu öllu svo að hann komist inn um leið og það opnar aftur eftir flutninginn eða c.a þann 22 júlí sem þýðir þá líka að hann kemur ekki með okkur til Spánar en það var nú reyndar ákvörðun sem að hann tók sjálfur þannig að við ákváðum að bjóða Tönju með okkur á hans miða og eins og gefur að skilja vakti það enga smá lukku. Gabríel lenti í lögreglunni um síðustu helgi en þá voru hann Frissi og Fannar teknir upp á Hvaleyrarvatni, með fíkniefni í bílnum þannig að ég var köllu á lögreglustöðina í Hafnarfirði kl 5 á sunnudagsmorguninn til að vera viðstödd yfirheyrsluna og ég var nú ekkert rosalega kát með það, en hann á nú von á einhverri sekt þar sem hann viðurkenndi að hann hafi átt hluta af efninu sem fannst....... úff ætlar þetta aldrei að taka enda.....
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum til Guðbjargar og Axels. Núna erum við Guðbjörg að rífa upp hluta af lóðinni hjá henni til að undirbúa matjurtargarð fyrir næsta sumar, mér finnst þetta rosalega gaman og ég held að mér hafi tekist ágætlega til með að smita hana af þessari vitleysu í mér hahahahahah en í fyrra dag náðum við að rífa upp grasið og grófjafna aðeins og setja niður staura í girðingu í kringum ní svo þarf að smíða girðinguna og fá góða mold, þetta verður örugglega rosalega gaman næsta sumar,,setja niður kartöflur,gulrætur og fleira :)
´jæja nú eru ekki nema 12 daga í spánarferðina og allir orðnir svolítið spenntir, ég er svolítið kvíðin því fjármálin eru ekkert alveg upp á sitt besta núna þar sem Sævar hefur verið atvinnulaus í nokkrar vikur og hefur þess vegna varsjóðurinn minn étist upp í heimiliskostnaðinn, skipið hefur verið í slipp og það hefur dregist núna um c.a viku þannig að hann nær sennilega bara einum túr fyrir ferðina en þetta reddast nú vonandi allt saman.
það er brjálaði fjölgunarmánuðurinn núna hahahahaha Júlla átti strák um daginn (3 vikum fyrir tímann) nú svo er mamma hennar Viktoríu líka búin að fá strák (4vikum fyrir tímann) Viktoría og María eru komnar á tíma og eru bara að bíða og svo er það Dóran mín sem á einhverjar 3 vikur eftir þannig að það fjölgar heldur betur í kringum mann núna.
jæja ég er að spá í að hætta þessu röfli núna og vona að ég verði nú aðeins duglegri að koma hérna inn með smá fréttir af mér og mínum :))
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.