Kettlingarnir fæddir

Já loksins er Lilac komin með kettlinga eða réttara sagt kettling en hún fæddi tvo læðu kettlinga en svo tók ég eftir því á öðrum degi að önnur læðan þyngdist ekki heldur fór bara niður á við svo ég ákvað að gefa henni þurrmjólk en það kom bara allt út um nefið á henni. á þriðja degi þá var hún búin að léttast úr 94 gr í 78, saug ekki mömmu sína og þurrmjólkin kom bara út um nefið þannig að við leyfðum henni bara að fara. Hin sem við ætlum að kalla Ninja er að verða eins og súmóglímu kappi, hún fæddist 101gr en er núna á 4 degi 145 gr sem er bara rosalega gott, enda er hún þvílík frekjudós og argar bara og gargar ef að maður tekur hana upp eða ef að mamma hennar stendur upp til að fara að fá sér að borða hahahaha.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband