11.8.2006 | 17:27
allt í rólegheitunum
það er nú allt búið að vera bara rólegt hérna undanfarna daga. Sævar búinn að vera í fríi og hefur farið eitthvað að veiða og svona, Hanna Björg komin í fæðingarorlof og er þar af leiðandi meira heima. Hún er búin að vera að dunda sér við að þvo og strauja barnafötin,, rosalega dugleg
Ég er búin að vera að dunda mér við að uppfæra heimasíðuna okkar www.fjalldrapa.com , setja inn nýjar myndir af kettlingunum, enda kominn tími til og svo fór ég í að sækja um fullt af vinnu fyrir strákinn og ég ætla bara að vona að það komi eitthvað jákvætt út úr því, en ekki nennir hann að gera neitt í þessum málum sjálfur.
Ég er nú svona að spá í að fara rífa mig upp og fara að gera eitthvað, Vallý hringdi í mig í morgun og var að reka aðeins á eftir mér í að koma með sér í ræktina og ég er að spá í að gera það bara eftir helgi,, það þýðir ekki að hanga bara svona allan daginn og gera ekki neitt nema bara éta á sig gat.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.