20.8.2006 | 14:14
menningardagur
já menningardagur væri mun réttara að nefna gærdaginn þar sem allt sem heitir menningarviðburðir fóru fram í gærdag og jú eitthvað fram á kvöld en nóttin telst nú seint til menningar, ómenningarnótt hefði verið rétt nefni á nóttinni.
Ég var semsagt niður í bæ með Hönnu og Sævari á menningar degi og röltum við um og skoðuðum sitt lítið af hverju enda var viðburðum dreift um allan bæ.Við vorum nú alveg sammála um að það hafi alveg vantað stórtónleika rásar tvö sem hafa undanfarin ár verið á hafnarbakkanum og flugeldasýningin sem setti svo endapunktinn á þetta allt saman átti víst að vera sú flottasta hingað til ,,,en ég held að ég hafi nú séð þær tilkomumeiri en þetta.... Okkur gekk mjög vel að koma okkur heim enda bílnum lagt upp við Hlemm þannig að mesti tíminnn fór jú bara í að koma okkur að bílnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.