22.8.2006 | 21:42
Hann á afmæli í dag,, hann á afmæli í dag... hann á afm.....
Já í dag eru 17 ár síðan að litli strákurinn minn fæddist :) Til hamingju með daginn elsku strákurinn minn.
Við erum því búin að vera í dag að undirbúa smá afmæliskaffi,, Gabríel og Elísabet voru heima að taka smá til og svona á meðan að við Hanna fórum í kringluna til að finna afmælisgjöf og það gekk bara bærilega,, fengum handa honum buxur og skó og Hanna keypti handa honum bol. í kvöld kom svo fólkið okkar í kaffi og eru þau bara ný farin. Maggi hringdi í strákinn í dag og bauð honum að koma í vinnuprufu á morgun. ohhh hvað ég ætla að vona að hann standi sig þar, þetta er nú ekki búið að vera lítið vesen að koma honum í að gera eitthvað.
Í gær fórum við Hanna í kaffi til Guðrúnar í vogunum en komum við í Garðheimum og keyptum þennan svakalega fína blómvönd handa henni, en hún var að missa pabba sinn á föstudaginn, svo kom Sævar bara beint til hennar úr vinnunni. Við borðuðum Pissu hjá þeim en fórum svo heim bara upp úr 9 um kvöldið.
það er allt að skríða saman með nýja fressinn og kemur hann sennilega til landsins í byrjun oktober og þá heim í byrjun november,,ég hlakka mikið til :))
þar til næst
Adios
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.