Loksins komin heim

Jæja þá er maður loksins komin heim, þetta hefur verið svolítið langur tími en við fórum til Spánar þann 19 júlí og komum heim 2 ágúst (eiginlega þann 3 því við lentum rúmlega eitt um nóttina) og svo fórum við í djúpavatn eftir hádegi þann 3 ágúst og vorumm að koma heim.

Það var æðislegt út á Spáni og vakti litla Alexandra Nótt svaka athygli hvert sem við fórum, hún lék trúð allan tímann. við vorum kanski pínu hrædd um að hitinn færi illa í hana en það var öðru nær því hún varð bara dösuð og svaf mikið svo þetta var bara ekkert mál.

Á afmælisdaginn hans Sævars þann 20 júlí fæddist svo litli strákurinn hans Óla bróður eftir mikla bið eða c.a 16 á eftir áætluðum degi og var hann tekinn með keisara þar sem han harðneitaði að koma út :)

myndir frá Spánarferðinni eru hérna http://www.thinkpink.blog.is/album/benidorm2007/

Það var líka rosalega fínt í Djúpavatnsferðinni, fengum bara ágætis veður. frekar hvasst framan af en auðvitað lygndi um síðir en mesta veiðin var samt í rokinu hahahaha. myndir frá Djúpavatni eru hér http://www.thinkpink.blog.is/album/djupavatn2007/

jæja ég ætla nú ekki að hafa  þetta lengra í bili enda frekar þreytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband