Til hamingju með daginn......

Kristofer messar

Kristófer fannar :)  já hann er orðinn 15 strákurinn og stór eftir því. Við familien fórum í kaffiboð suður í sandgerði í dag til að heiðra unglinginn.

það hefur nú reyndar allt verið með kyrrum kjörum hjá okkur undanfarna daga ,,,,,kanski sem betur fer og tími til kominn.

Gabríel átti að byrja að vinna í Vífilfell á miðvikudaginn en mætti ekki, bar fyrir sig að hann væri veikur,,,þá var mér eiginlega allri lokið, að hann skyldi bara yfir höfuð voga sér að gera þetta eftir að maður er búinn að gera allt sem maður getur gert til að hjálpa honum með að finna sér vinnu  en Maggi hringdi í hann um kvöldið og fékk hann til að lofa sér því að hann myndi nú mæta á fimmtudeginum sem hann og gerði og hefur hann mætt þessa 3 daga óaðfinnanlega og líka staðið sig vel að mér skilst, fjúff loksins....7,9,13

Síðastliðinn föstudag fórum við Sævar í jarðaförina hjá Rúnari heitnum, pabba hennar Guðrúnar vinkonu, mikið svakalega var þetta nú falleg athöfn.

það er ennþá allt með kyrrum kjörum hjá Hönnu nema bara að hún er orðin þreytt greyjið og ég held nú reyndar að Helgi sé alveg að fara yfir um af spenning og vill endilega fara að gera eitthvað til að reyna að flýta fyrir því að barnið komi í heiminn, en það eru nú alveg 2 vikur ennþá í settan dag :)

María kemur líka heim á morgun frá kanaríeyjum eftir 3ja mánaða vinnu þar sem fararstjóri og verður hún sko ekki ósátt við að barnið hafi allavegana beðið eftir henni :) hlökkum til að sjá þig María!!!

læt þetta nægja í bili

adios my friends


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku dúllan mín,til hamingju með hann Gabríel þann 22 Ágúst,já og við skulum vona að þessi vinna henti honum og hann verði þarna í dágóðan tíma :) er á meðan er??? einn dagur í einu :) ég er allavegana að læra það.... og ég er líka ógislega spennt yfir fyrsta barnabarninu þínu,skilaðu kv. til verðandi foreldrana frá mér :) ég get bara ekki beðið lengur.. :)en við heyrumst fljótlega, kv. Dóra vinkona :)

Dóra vinkona. (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband