4.9.2007 | 13:54
Ekki að Standa mig
Nei ég greinilega ekki að standa mig í þessu blogg dæmi, ein færsla á mánuði er ekki nógu gott. Ekki það að það sé svona mikið um að vera hjá mér að ég þurfi að blogga mjög oft en sama er hahahaha. Það er nú svo sem ekki mikið að frétta frá okkur hérna a Árbænum, fórum í eina útileguna enn helgina eftir verslunarmannahelgina en svo var það bara komið gott því það er eiginlega orðið of kallt á nóttinni til að sofa í tjaldi, þá sérstaklega fyrir ömmurósina, enda bara komið gott 5 útilegur á einu sumri + ein utanlandsferð er það ekki bara fínt? Alexandra og ég höfum eytt unanförnum vikum mikið saman þar sem að mamma hennar er farin að vinna allan daginn og það finnst okkur sko ekki leiðinlegt og mér finnst þetta sko bara yndislegt að fá að vera svona mikið með litlu snúllunni minni sem ég elska alveg útaf lífinu, mér finnst hún auðvitað bara yndislegust af öllum , hún er farin að labba eins og herforingi þannig að maður stoppar varla eina einustu stund þegar að hún er hérna því hún er svo mikið á ferðinni. Nú eru þau (Hanna og Helgi) að velta fyrir sér að flytja til Njarðvíkur sem þýðir það að ég fer að missa meira af snúllunni minni og mér finnst það vægast sagt hræðileg tilhugsun,,ég veit ekki alveg hvernig það endar, ætli ég verði ekki þessi hræðilega mammma/tengdamamma og amma sem kem barasta til með að flytja inn á þau eða eitthvað, mér líður eins og þaau séu að fara að flytja til útlanda eða eitthvað. Æji kanski jafnar maður sig á því einhverntíman,,,,sennilegast en tilhugsunin er langt frá því að vera góð !!!!
Gabríel fór í meðferð á Götusmiðjuna og fór þaðan út á þriðja eða fjórða degi því honum fannst hann ekki eiga heima í þeirri meðferð heldur hentaði Vogur/Staðarfell honum miklu betur og fór hann þangað s.l fimmtudag en ekki var Adam lengi í Paradís og kom hann heim á laugardaginn aftur því að hans sögn lögðu hjúkkurnar hann í einelti (je sure) þannig fór sem sagt um hans meðferðarprógramm. Nú segist hann bara ætla að fara á sjó með pabba sínum efað hann kemst um borð, það er vonandi að það endist eitthvað hjá honum blessuðum en ég veit þó það að ég er að gefast upp á þessu veseni í honum.
Elísabet er byrjuð aftur í skólanum eins og vera ber og er bara nokkuð ánægð´, hún fékk allt það sem hún hafði valið sér í valfögunum og var auðvitað hyper ánægð með það, hún er líka byrjuð að vinna í Krónunni hérna úti á höfða og líkar það rosalega vel en er auðvitað frekar þreytt eftir vinnuhelgina en það kemst nú sjálfsagt upp í vana ef að hún heldur þessu áfram.
Sjálf er ég að stússast í kisunum alveg á fullu eins og venjulega, núna er að koma að haust sýningunni og er ég búin að skrá 7 ketti þannig að það verða engin rólegheit í kringum það allt saman frekar en venjulega, Leen og Coby ætla að koma til okkar 11-20 oktober og verða þaraf leiðandi með okkur á sýningu sem verður eflaust rosalega gaman. ég er svona að fara að byrja að undirbúa kisurnar fyrir sýninguna með böðun og svoleiðis ásamt því að vera svo að passa alla daga og veislu höld næstu 2 helgar þannig að ég sé ekki fram á annað en að það verði bara brjálað að gera.
En ég verð að reyna að fara að verða svolítið duglegri að blogga svo að ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili
Adios
Athugasemdir
Æji.... svona er þetta bara með börnin manns að maður virðist bara ekki ráða neitt við þau á einn eða annan hátt,sama á hvaða aldri þau eru
þú sást nú hana Örnu mína í dag,svo gjörsamlega á yfirflippinu,jú og hann Adrían minn reyndar með einhverja magapínu,æðislega gaman að heimsækja hana Dóru þessa dagan hehehe..... en takk fyrir heimsóknina í dag og takk fyrir fallega blómvendinn,ég er sko búin að setja hann í vasa
en ég er bún að slá ferðina suður af í bili,ég bara treysti mér ekki og hvorki ég né gestgjafinn myndi njóta þess að fá mig í heimsókn núna,ég er best geymd bara heima hjá mér með börnin mín þessa dagana
en ég læt þig vita þegar að ég kem...eða ekki,mæti bara hehehe..... knússs og þúsund kossar... luuuv
Dóra Maggý, 9.9.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.