7.9.2006 | 11:14
Magni alla leið
já hér var sko vakað langt frameftir á þriðjudagskvöldið og kosið. Í gær var svo passað upp á að kíkja ekki á neina spoilera eða inn á nokkra síðu sem gæti eyðilagt spenninginn fyrir kvöldinu en það hafði nefnilega gerst í síðustu viku :( já spennan var gífurleg hérna í gærkvöldi og þegar að Brook sagði nafnið hans þá varð maður ferlega vonsvikin eitt sekúndubrot en HALLÓ nafnið hans var bara nefnt til að segja honum að hann gæti sest niður aftur því að hann væri save,,,úfff spennufallið. Við vorum þvílíkt ánægð öll hérna , já þá er Magni kominn alla leið í lokaþáttinn sem er sko ekkert nema bara frábær árangur. Nú er bara að bíða eftir næsta,,,,,, ekki það að ég hef svo sem ekki mikla trú á að Magni vinni þetta en þetta gefur honum bara svo mikla möguleika, það er auðvitað miklu betra að vinna ekki og vera ekki samningsbundinn við einn né neinn og geta bara valið úr þeim tilboðum sem að hann fær, það sem hann telur vera best fyrir sig.
Annars er allt búið að vera bara í rólegheitunum hérna hjá okkur, ég fór í bíó með Hönnu og Helga á sunnudagskvöldið að sjá myndina United 93 og var hún bara nokkuð góð. svo er bara verið að bíða eftir að litla barninu þóknist að koma í heiminn :) en settur dagur er nú reyndar ekki fyrr en á mánudaginn svo að við verðum nú að vera aðeins róleg he he þó að það geti nú stundum verið soldið erfitt fyrir svona strax fólk.
Lítil Hetja sem ég hef fylgst svo mikið með í marga mánuði berjast fyrir lífi sínu, lést í gær. ég þekki hana ekki neitt og ekki hennar fólk en mamman hefur verið svo dugleg að blogga og lofa öllum að fylgjast svo vel með litlu hetjunni sinni í sorg og í gleði, hún hefur kennt manni svo margt með skrifum sínum og hugrenningum að maður stendur uppi sem betri manneskja bara fyrir það eitt að hafa fengið að fylgjast með og kann betur að meta það sem maður á, 3 heilbrigð og stálpuð börn, það eru sko ekki allir jafn heppnir. Hvíl í friði elsku Bryndís Eva.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.