skírn og norðurferð

Þá er búið að skíra hann litla frænda minn,,litla bróðursoninn og fékk hann það fallega nafn Hannes Haukur og er það í höfuðið á langöfunum hans. eftir skírnar veisluna á laugardaginn skruppum við norður til Siggu og Jóns með tjaldvagninn í geymslu og stoppuðum þar yfir nótt fórum svo út á krók í kaffi til Dóru, það var voða gaman að koma til hennar svona óvænt eins og venjulega, hún verður alltaf jafn hissa, það mætti sko bara halda að hún þekkti mi bara ekki neitt hahahahaha. takk fyrir kaffið Dóra mín :))

Annars er bara allt fínt að frétta héðan og allt svona í rólegheitunum, Gabríel fór út á sjó í vikunni, mikið er ég nú fegin að vita af honum þar en ekki einhverstaðar út í bæ í einhverju rugli.

Sjöfn og Rúnar komu í heimsókn í morgun sem var auðvitað bara rosalega gaman.

af kisumálunum er allt fínt að frétta, ég tók syrpu fyrir helgi og baðaði, svona smá undirbúningur fyrir sýninguna sem verður í oktober, hér er fullt af breimi í gangi og aðallega þá læðurnar sem eiga ekkert að fara í kettlinga eign á næstunni hahahaha en hinar láta bíða eftir sér eins og venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Til hamingju með eins árs afmæli litlu prinsessunnar þinnar,ég vona að þú hafir bakað stóra tertu handa lítlli snúllu,hafðu það gott mín kæra.... knússsssss

Dóra Maggý, 15.9.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: The suburbian

Hæ gaman að sjá að þú ert "komin út úr skápnum aftur"  svona blogglega séð.

The suburbian, 16.9.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband