við bíðum bara og bíðum

Tiffany

Jæja enn sitjum við og bíðum eftir því að litlu ömmuprinsessunni þóknist að koma í heiminn,, henni líður greinilega bara rosalega vel í mömmubumbu og er sko ekkert að flýta sér út í þennan kalda og grimma heim Ullandi

litla læðan hennar Spessý hún Tiffaný er enn hérna hjá okkur og verður það þar til hún verður seld,, hún er bara svo frábær karakter og ein sú kelnasta sem við höfum verið með lengi svo að það verður erfitt að láta hana frá sér, enda komin fyrirspurn frá heimilismeðlimum hvort að það sé ekki bara hægt að eiga hana áfram hahahaha ef hún fer ekki að seljast bráðlega endar það nú örugglega þannig að hún fær ekkert að fara hahahahaha en svo held ég að ég láti líka litla strákinn hennar furu fyrst að það kemur nýr fress svona fljótt en hann kemur í einangrun í byrjun oktober ,,það er allt  rosalega spennandi :) Vicktoría , litlan hennar Candý virðist ætla að þróast mjög vel og er staðan enn þannig að henni verður haldið en hún er sko ekkiminn æðisleg en hin 2. hinn strákurinn hennar Furu (Ceasar) fer á sitt nýja heimili í dag, það verður sko söknuður því þeir bræður eru svo  æðislegir og svo eru þeir líka svo góðir vinir, helst hefði ég viljað að þeir fengju að fara saman á heimili þannig að ekki þyrfti að skilja þá að,,,en maður getur víst litlu ráðið í þessum aðstæðum.

hér er mynd af Tiffaný og mynd af stráknum hennar Furu er í kisu albúminu og einnig af henni litlu Victoríu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband