enn er beðið...

bumban 39 vikna

Mamma og pabbi komu í kaffi til okkar í gær ásamt Guðbjörgu og strákunum og stoppuðu þau bara nokkuð lengi, æji það var gaman að fá þau í heimsókn, það er nú ekki það oft sem þau láta sjá sig. Ekki það að ég sé eitthvað duglegri að heimsækja þau hmmmmm nei það er sko langt frá því, að vísu er ég ekki dugleg að heimsækja einn né neinn eða dugleg að vera í sambandi yfirhöfuð . Undanfarnar vikur hef ég verið mjög þung og hef varla hreyft mig út úr húsi nema bara rétt til að versla og er sko alveg tími kominn á að gera eitthvað í þeim málum.

ég hef ekkert heyrt frá Ingu Hönnu síðan um verslunarmannahelgi svo að ég ákvað að bjalla aðeins í hana í dag og auðvitað hélt hún að ég væri að hringja til að segja henni að eitthað væri búið að ske hahahaha en nei nei litla ömmuprinsessa lætur sko bíða eftir sér þannig að ég hafði auðvitað engar svoleiðis fréttir fyrir hana systur mína en hún ákavað að kíkja aðeins við hjá okkur í dag, hún borðaði hérna með okkur en var svo að fara á næturvakt.

jæja annars er lítið að fréttasvona annars nema auðvitað er það frétta efni að einkasonurinn er enn að vinna í Vífilfell og líkar bara rosalega vel að eigin sögn og það er jú góðs viti. Elísabet gengur bara nokkuð vel í skólanum og ákvað í síðustu viku að byrja aftur í körfuboltanum og ég er rosalega ánægð með það því hún þarf sko alveg á þessari hreyfingu að halda, svo er bara vonandi að áhuginn endist hjá dömunni.

æji langar að skella hérna inn mynd af frumburðinum mínum, hér er hún gengin 39 vikur með frumburðinn sinn :)

þar til næst......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband