"Barninu" skipt út!!!

jæja þá hef ég fengið nýtt "barn" að hugsa um,, compaq´in var orðin lúin og uppfull af mis hagnýtu dóti svo mér var gefin Dell Vostro og hef ég verið mikið upptekin núna á annan sólarhring að flokka og færa þessa mishagnýtu hluti á milli "barnanna" minna Halo mér finnst nú samt svolítið erfitt að skilja alveg við compaq´ina, eiginlega orðin svolítið háð henni, Dellin er samt rosalega fín en tekur örugglega bara smá tíma að venjast henni, enda líka allt annað stýrikerfi sem ég þarf núna að reyna að læra á Blush

Héðan er bara allt fínt að frétta Gabríel í fínum málum eins og er,, með pabba sínum á sjónum og hann gerir þá ekkert af sér á meðan,, mig hryllti nú við í gær þegar að ég sá fréttirnar af þessu svakalega smyglmáli sem var upplýst,,úff ef að þetta hefði nú allt farið á götuna. Gróðra fíknin er alveg að fara með fólk,, hugsunin nær ekki út í það, hvað þessi efni hefðu getað drepið marga, hvað þetta hefði fengið marga í viðbót út í fíkniefni, hvað þetta hefði eyðilagt margar fjölskyldur í landinu og svo má lengi telja, nei það er gróðra fíknin sem dregur fólk áfram á asnaeyrunum.

Litla ömmuskottið er orðin eins árs, guð hvað þetta ár er búið að verea fljótt að líða,, mér finnst eins og hún hafi bara fæðst í síðustu viku eða eitthvað en auðvitað err alveg heilmikið búið að ske á þessu ári sem ég hef sem betur fer fengið að taka fullan þátt í, fengið að fylgjast með öllum framförum og jafnvel fengið að sjá nýja hluti hjá henni fyrst af öllum þar sem hún er jú hjá mér alla daga á meðan mamma hennarog pabbi eru að vinna.

Núna um helgina er ég að fara að vera í Garðheimum með kisur, það er kisukynnig og ég ætla að fara með 4 kisur og standa þarna bæði laugardag og sunnudag, þetta getur verið svolítið þreytandi því það kemur svo svakalega mikið af fólki en mér finnst þetta samt sem áður alltaf jafn gaman. Kynjakattasýningin er svo helgina 13-14 oktober og og er það einn af hápunktum ársins hjá okkur kisufólkinu og bíð ég alltaf jafn spennt eftir því, bæði til að sýna og fá dóma á kisurnar mínar og svo ekki síður til að hitta allt þetta kisufólk sem er svona álíka skrítið og ég og deilir áhugamáli.

jæja ég og nýja"barnið" látum þetta duga í bili og biðjum að heilsa ykkur hinum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja "barnið" og vertu velkomin í vostro fjölskylduna.

Guðbjörg systa (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband