föstudagur 28 sept

Garðheimakynningin liðin eina ferðina enn :) þetta tókst nú allt rosalega vel og fengu kisurnar fullt af athygli bara svona eins og venjulega og allir ferlega þreyttir efftir helgina bæði menn og kisur :)

annars er bara allt fínt að frétta af okkur hérrna í árbænum, maður err komin með hellings tilhlökkun eftir sýningunni sem er núna í oktober og það verður nú sennilega ennþá meira gaman núna þar sem Coby og Leen ætla að koma til okkar og vera á sýningunni, þau koma þann 11 okt og verða til 20 okt. ég er nú samt með smá kvíða fyrir því hvað égg geti gert með þeim  þvþí að þegar að þau komu síðast fyrir 2 árum þá fórum við svo mikið hérna í kring, eins og Gullfoss og Geysir, Bláa Lónið , Reykjanes hringinn og snæfellsnes hringinn nú og þingvelli þannig að ef að mig langar til að sýna þeim eitthvað nýtt þá verðum við að fara svo svakalega langt að það tekur nú það langann tíma að maður verður eiginlega að gista einhverstaðar því ekki er hægt að skoða og ferðast allt á einum degi.    Ef þið hafið einhverjar hugmyndir endilega deilið því með mér :)

Elísabet vinnur og vinur ásamt skólanum og er rosalega dugleg, ég er alltaf að passa  litlu Alexöndru mína sem er auðvitað bara mesta krúttið í heiminum :) hún er rosalega dugleg, rífur og tætir alveg eins og hún fengi borgað fyrir það.

Nýja barnið er bara að standa sig nokkuð vel, það eina sem truflar samband okkar er að office pakkinn er ekki kominn en það stendur nú bara allt til bóta og ætti hann að vera kominn í Dellina í síðastalagi á morgun.

bið að heilsa ykkur í bili

adio

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband