Náungakærleikur

úff áfallið sem ég fékk í gær var nú ekki lítið. Við heyrðum einhvern svakalegann dynk frammi á gangi og ég sendi kallinn fram til að tékka á hvað væri eiginlega í gangi ,, þá liggur þar maður , meðvitundarlaus og í eigin blóðpolli, hann hafði sem sagt dottið niður stigann og sennilega rotast. við hringdum í 112 og komu 3 sjúkrabílar á no time,, en það sem ég fór að pæla svona eftir á var að maðurinn hefði getað drukknað þarna í eigin blóði því það kom enginn fram á gang fyrr en það heyrðust lætin í mér þegar að ég var að tala við manninn í 112, þau sögðu öll að þeim hefði einna helst dottið í hug að einhver væri að flytja og rekið einhverja mublu í stigahandriðið. maður spyr sig er fólki orðið alveg sama um allt í umhverfi sínu.

Jæja við erum enn að koma okkur fyrir hérna þó að við höfum flutt inn 10 febrúar þá er ennþá fullt af dóti enn í kössum og áfrágengið. Við fórum í gær í Ikea og versluðum einhverjar hillur og svona til að fá pláss undir eitthvað af þessu dóti okkar og svo auðvitað fyrir bækurnar mínar sem mér finnst nú reyndar að ég eigi aldrei nóg af en dóttir mín horfði alveg forviða á mig og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera með allar þessar bækur,, afhverju ég henti þessu nú ekki bara því ég væri nú hvort eð er búin að lesa þetta allt saman :)  hahaha nei ég hélt nú síður enda kemur nú örugglega að því að hún fer að læðast í litla bókasafnið hennar mömmu sinnar því hún hefur mjög gaman af því að lesa,, eiginlega eina barnið mitt sem hefur gaman af því.

Svo er það einkasonurinn, ég veit nú ekki alveg hvað ég á að gera við hann, það var búið að redda honum vinnu í síðustu viku og hann meldaði sig svo veikann í fyrradag og mætti heldur ekki í gær, heldur liggur hann heima hjá vinkonu sinni og reykir hass alla daga. Fyrir honum er það ekki dóp heldur eitthvað sem "allir" gera og hann varð frekar vondur þegar að við vorum að tala um það að við kærðum okkur ekki um dópista inn á heimilið,,,,,"Ertu að kalla mig dópista" sagði hann þá en já auðvitað er þetta ekkert annað. Hann er svo blindur á þetta sjálfur og telur sig alveg geta bara hætt þessu af sjálfsdáðum en er það ekki einmitt meinið hjá öllum fíklum, það er afneitunin á þetta allt saman. Ég gaf honum úrslitakosti í gær um að annaðhvort hættir hann þessu helv...bulli og mætir í vinnuna og er þá bara hérna heima á kvöldin til að byja með og ræðir málin eða hann geut bara flutt heim til þessarar vinkonu sinnar og verið með henni að dópa og rugla ,,,ég gæti ekki staðið í þessu meira.

jæja þá er maður búinn að pústa smá en það þýðir víst ekkert að leggjast í einhverja sjálfsvorkun ,,,,,það er víst svo margir sem hafa það svo miklu verra en maður sjálfur en það er svo sárt til þess að hugsa að þetta sé það líf sem barnið manns kýs að lifa og finnst ekkert óeðlilegt við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband