4.10.2007 | 01:03
nýr fjölskyldumeðlimur
Það varð smá breyting á fjölskylduhögum á sunnudaginn þegar að við tókum að okkur eina kisuna enn :) já þið eruð að lesa rétt en mér bauðst að taka að mér 2 ára gamla Maine Coon læðu, systir Bellu sem ég og gerði. Hún er voðalega hvekkt greyið og er ég bara með hana lokaða inn í mínu herbergi eins og er og ætla bara að fara rólega í það að kynna hana fyrir hinum kisunum.hún heitir í ættbók Eagle-Storm Cloe.
já finnst ykkur hún ekki sæt :)
Í dag komu Steindór og Svana í heimsókn með litla kútinn sinn ,,hann er svo mikið krútt að ég verð að setja inn mynd af honum líka.
Hann er svo agnarsmár, ég man ekki til þess að ég hafi séð eins lítið barn en hann er æði.
jæja ég held að ég láti þetta nægja í bili
góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.