6.10.2007 | 23:33
Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trallalalla trallalalla
Hérna er allt á fullu þessa dagana að reyna að koma heimilinu í horfið, ég er svona að reyna að gera tilraun til extra þrifa , já svona síðbúna hausthreingerningu það gengur nú svo sem ágætlega en ég hef samt tekið svona bara smátt og smátt, er ekki alveg týpan í að standa í þessu alveg á milljón í kanski 10 tíma í einu hehehehe þó að það sé nú alveg þörf á því að klára þetta sem fyrst.
Alexandra hefur ekki verið hérna í pössun í vikunni en samt komið á hverjum degi með mömmu sinni, hún er orðin svo mikill grallari að það hálfa væri sko miklu meira en nóg... henni finnst t.d rosalega gaman að stilla sér upp og láta taka af sér mynd og hér er t.d ein sem hún bað um sjálf
Þá skellir hún sér á gólfið, bíður eftir flassinu, stendur svo upp til að fá að sjá myndina á skjánum. Hún er auðvitað bara mesta krúslan.
Núna er kattasýningin á næsta leiti eða um næstu helgi svo að maður er svona að byrja að undirbúa, ég tildæmis baðaði Bangsa í gær og þarf nú samt örugglega að baða hann 1-2 x í viðbót fyrir sýninguna, hann er svo mikil subba þessi elska. En hina slepp ég nú sennilega við að baða fyrr en bara á fimmtudag eða föstudag.
Leen og Coby eru svo að koma á fimmtudaginn og erum við svona frekar spennt fyrir því og hlökkum mikið til, það er nú alltaf gaman að fá þau í heimsókn.
jæja þetta var bara svona stund á milli stríða, ég ætla að halda áfram að gera eitthvað hérna á heimilinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.