22.10.2007 | 15:27
Sýningin búin og gestirnir farnir
já og þá er bara að bíða eftir þeirri næstu :) en hún er í mars á næsta ári. Leen og Coby komu frá Hollandi þann 11 okt og fóru bæði fimmtudagurinn og föstudagurinn í að baða ketti og gera tilbúið fyrir sýninguna. svo var auðvitað sýning bæði laugardag og sunnudag. Kisunum okkar gekk alveg rosalega vel en stjarnan var ko alveg örugglega hann Fjalldrapa Lion Heart eða Bangsi eins og við köllum hann. Hann sko kom sá og sigraði hann var NOMENATED upp í úrslit og varð BIS (best in show) ungdýr (6-10 mánaða) og hann var BIV en þá er hann borinn saman við önur dýr í sama lit og það vann hann og svo voru borin saman BIS kettlingur,BIS ungdýr,BIS geldingur og BIS fullorðna dýrið í persunum og hann vann það líka,,,og svo komst hann í úrslit í feldhirðunni. ég gæti sko ekki verið ánægðari en ég hef aldrei náð svona langt á sýningu áður og ekki skemmir það fyrir að hann er úr minni eigin ræktun.
Hér kemur mynd af prinsinum með öll verðlaunin sín :)
Leen og Coby voru svo hjá okkur alla vikuna og gerðum við ýmislegt með þeim eins og að fara í Bláa lónið og fleira. Svo fóru þau á laugardagsmorguninn og þá með hana litlu Fjalldrapa Masking Beauty með sér. Við höfum nú tekið það svona að mestu rólega bara síðan að þau fóru og lítið gert hahaha enda búin að vera á fartinni í heila viku.
ætla að reyna að fara að gera eitthvað núna eins og að flytja til húsgögn og breyta svolítið :)
Athugasemdir
Vááá !!!! frábært.... og þú ert sko að brillera með kettina þína mín kæra til hamingju með þennan frábæra árangur,enda er hann æðislega fallegur,vertu stolt af honum ég vonast svo til að hitta þig í næstu kaupstaðarferð hehehe.... farðu vel með þig og þína... knússss....
Dóra Maggý, 24.10.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.